Votmúlahringurinn er leið sem hugsuð er fyrir alla fjölskylduna og áherslan á að "njóta en ekki þjóta". Rafmagnshjól velkomin. Engin tímataka en allir fá þátttöku-medalíu!
-
Skráningargjald
- Engin tímataka
- Allir þátttakendur fá medalíu en engin pallaverðlaun.
- Rafmagnshjól leyfð
- Drykkir og grillveisla hjá BYKO
- Frítt í sund og sturtuaðstöðu í Sundhöll Selfoss
Ræst er við BYKO á Selfossi kl 11:00 sunnudaginn 2. júlí 2023
Nánari skilmála má finna hér.
- Gögn
-
Leiðarlýsing
Votmúlahringurinn er leið sem er hugsuð fyrir alla fjölskylduna að hjóla saman og njóta en ekki þjóta. Þessi um það bil tólf kílómetra hringur hefur í áraraðir verið fyrsti langi hjólatúr þeirra sem alist hafa upp á Selfossi.
Ræst er við BYKO Selfossi og hjólað austur eftir Larsenstræti í fylgd öryggisbíla út að Gaulverjabæjarveg (þjóðvegur 33) þar sem beygt er til hægri. Eftir um það bil tvo og hálfan kílómeter áleiðis á Gaulverjabæjarvegi er aftur beygt til hægri inn á þjóðveg 310, Votmúlaveg, og hjólað í vestur eftir Votmúlavegi að þjóðvegi 34, Eyrarbakkavegi. Þar er beygt til hægri inn að Selfossi aftur. Á hringtorgi númer 2 er beygt inná Suðurhóla og þeir hjólaðir þangað til beygt er inná Austurhóla til vinstri og þaðan inná Langholt með hægri beygju. Endamarkið er svo aftur á sama stað við BYKO þar sem allir þátttöku-medalíur og grillaðar pylsur frá SS ásamt Coca Cola.