Næsta keppni
10. júlí 2021
Dagar
Klst
Mín
Scroll down
 KIA Gullhringurinn Logo

Skemmtilegasta hjólreiðakeppni á Íslandi

KIA Gullhringurinn

Sponsor Snickers

KIA Gullhringurinn er umfangsmesta, vinsælasta og skemmtilegasta hjólreiðakeppni landsins. KIA Gullhringurinn var fyrst haldin árið 2012 og hefur verið árlega síðan og var keppnin haldin á Laugarvatni en nú árið 2021 verður breytt um umhverfi og verður KIA Gullhringurinn haldin á Selfossi í Árborg. Keppnin er haldin í miðbæ Selfoss. Keppnisbrautirnar munu liggja um láglendið í kring og keppendur munu þræða sig um Árborgarsvæðið með viðkomu á Stokkseyri og Eyrarbakka. Boðið verður upp á keppnisbraut fyrir krakka og fjölskylduvæna skemtibraut. Með því að færa þetta í Árborg þá var hægt að stækka keppnina og bæta við hjólaleiðum. KIA Gullhringurinn er stærsta götuhjóla keppnina landsins. Með því að færa hjólaleiðina þá er hægt að loka hjólaleiðinni og bæta þannig öryggi keppenda.

Mottó KIA Gullhringsins er “Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir” og er hægt að velja sér vegalengd eftir getu hvers og eins úr þremur mismunandi keppnisstigum. Allt þekktasta hjólreiðafólk landsins hefur hjólað KIA Gullhringinn og það sem skemmtilegra er að nýliðar í sportinu hafa notað KIA Gullhringinn sem fyrstu keppnina sína og þannig formlega innkomu sína í sportið.

Skoðaðu keppnirnar

6 leiðir

 • Stígðu fyrsta skrefið
 • Settu í annan gír
 • Njóttu samverunnar
 • Bættu metið
 • Sigraðu sjálfan þig
 • Komdu í mark!
Vegalendir fyrir alla fjölskylduna

Leiðir & Kort

Í sumar verður keppnin ræst í miðbæ Selfoss en keppnisbrautirnar munu liggja um láglendið í kring og keppendur munu þræða sig um Árborgarsvæðið. Með þessum breytingum verður hægt að bjóða upp á keppnisbraut fyrir krakka og fjölskylduvæna skemmtibraut sem ekki hefur verið boðið uppá áður.

Ásamt því eru aðrar skemmtilegar vegalengdir fyrir þá sem vilja alvöru keppni!

Fyrir þá sem vilja kíkja á úrslit fyrri ára, þá er hægt að nálgast þau hjá netskráningu hérna

 

Æringjar Keppni
12-16 ára
12 km 12-16 ára
106km kort af leið
12 km
Dagssetning
10. júlí 2021
Ræsing
18:00

Þessi leið er sérsniðin fyrir unga keppendur á aldrinum 12-16 ára. Þetta er tímatökuflokkur og verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu í hverjum flokki.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald til miðnættis 9. febrúar: 3.900,- kr
  • Skráningargjald frá 10. febrúar 5.500,- kr
  • Skráningu lýkur: kl 23:59 þann þann 6. júlí 2021
  • Þátttökumedalía, grill að keppni lokinni. 
  • Verðlaun fyrir þrjá efstu í kk og kvk flokki í hverjum árgangi frá 12 til 16 ára. 
 • Gögn
Litla Flóaveitan
Fjölskylduflokkur
12 km Fjölskylduflokkur
106km kort af leið
12 km
Dagssetning
10. júlí 2021
Ræsing
18:10

Litla Flóaveitan er hugsaður sem "njóta ekki þjóta" flokkur fyrir alla fjölskylduna að taka þátt saman. Engin tímataka. Allir fá verðlaun!

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald til miðnættis 9. febrúar: 3.900,- kr
  • Skráningargjald frá 10. febrúar 5.500,- kr
  • Skráningu lýkur: kl 23:59 þann 6. júlí 2021
  • Þátttökumedalía, grill að keppni lokinni.
  • Allir fá þátttöku medalíu en engin pallaverðlaun. 
  • Opin fyrir rafmagnshjól
 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  Litla flóaveitan byrjar við Krónuna  og rennur í gegnum torgið og þaðan til Hellu….

Gaulverjar
B Keppnisflokkur
43 km B Keppnisflokkur
106km kort af leið
43 km
Dagssetning
10. júlí 2021
Ræsing
18:30

Gaulverja flokkurinn er hugsaður fyrir nýja keppendur í sportinu sem eru tilbúnir að sýna hvað í þeim býr.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald til miðnættis 9. febrúar: 8.900,- kr
  • Skráningargjald frá 10. febrúar 12.900,- kr
  • Skráningu lýkur: kl 23:59 þann 6. júlí 2021
  • Matur og drykkur í brautinni. 
  • Vegleg Víkingamóta  þátttökumedalía, hressing í brautinni og grill og drykkir að keppni lokinni.
 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  Gaulverja keppnin hefst við Mjólkurbúið…

Stóra Flóaveitan
Fjölskylduflokkur
43 km Fjölskylduflokkur
106km kort af leið
43 km
Dagssetning
10. júlí 2021
Ræsing
18:45

Stóra Flóaveitan er hugsuð sem "njóta ekki þjóta" flokkur fyrir alla. Hérna verður tímataka en engin keppni. Allir fá veglegan verðlaunapening!

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald til miðnættis 9. febrúar: 7.900,- kr
  • Skráningargjald frá 10. febrúar 11.900,- kr
  • Skráningu lýkur: kl 23:59 þann 6. júlí 2021
  • Matur og drykkur í brautinni. 
  • Vegleg Víkingamóta  þátttökumedalía, hressing í brautinni og grill og drykkir að keppni lokinni.
  • Opin fyrir rafmagnshjól
 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  Leiðin byrjar við Gaulverjabæ…

Villingar
A Flokkur
66 km A Flokkur
106km kort af leið
66 km
Dagssetning
10. júlí 2021
Ræsing
19:05

Þessi flokkur er hugsaður fyrir öfluga keppendur sem hafa reynslu af löngum hjólaleiðum.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald til miðnættis 9. febrúar: 8.900,- kr
  • Skráningargjald frá 10. febrúar 12.900,- kr
  • Skráningu lýkur: kl 23:59 þann 6. júlí 2021
  • Vegleg Víkingamóta  þátttökumedalía, hressing í brautinni og grill og drykkir að keppni lokinni. 
  • Vegleg þátttökumedalía, máltíð að keppni lokinni.
 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  Villingar keppnin er fyrir öflugt hjólreiðafólk.

Flóabardaginn
Elite flokkur
96 km Elite flokkur
106km kort af leið
96 km
Dagssetning
10. júlí 2021
Ræsing
19:05

Flóabardaginn er hugsaður fyrir afrekskeppendur í sportinu sem hafa talsverða reynslu af hjólakeppnum. Einn af hápunktum hjólasportsins á Íslandi ár hvert.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald til miðnættis 9. febrúar: 8.900,- kr
  • Skráningargjald frá 10. febrúar 12.900,- kr
  • Skráningu lýkur: kl 23:59 þann 6. júlí 2021
  • Vegleg Víkingamóta  þátttökumedalía, hressing í brautinni og grill og drykkir að keppni lokinni.
  • Vegleg þátttökumedalía, máltíð að keppni lokinni.
 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  Lengsta leiðin í KIA Gullhringnum. Þessi leið er fyrir afrekskeppendur sem hafa talsverða reynslu af hjólakeppnum.

Reglur & Keppnismál

Upplýsingar

Vinsamlega lesið reglurnar vel og virðið þær þegar í keppnina er komið.

Dómarar með UCI-réttindi munu dæma keppnina. Þátttakendur sem ekki fara eftir þessum reglum eiga á hættu að verða skráðir úr mótinu eða vísað úr keppni.

Þó svo að KIA Gullhringurinn sé ekki haldinn innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) þá gilda kaflar 1.7, 2.3, 2.5, 2.6 og 3.5, og annað sem við á, í reglum HRÍ í mótinu.

Almennar reglur Alþjóðahjólreiðasambandsins (UCI) um götuhjólreiðar (RR) eru einnig hafðar til viðmiðunar við dómgæslu.

Upplýsingar um mótssvæði, gistingar, dagskrá og fleira er að finna á síðunni fyrir neðan.

Skoðaðu allar Reglur & Keppnismál

Nytsamlegt & Nauðsynlegt!

Víkingamóta Verslunin

Innan skamms munum við bjóða upp á skemmtilegar vörur tengdar Víkingamótunum. Þetta verða sérvaldar og vandaðar merkjavörur frá samstarfsaðilum okkar eins og Salomon, 66 North, Specialized o.flr.  Einnig bjóðum við upp á vörur merktar Víkingamótunum fyrir þá sem vilja eiga minjagrip um góðar stundir í góðum félagsskap. Við munum bæði hafa vörur til sölu á keppnisdögum sem og hérna á vefnum.

Fylgstu með okkur hérna á síðunni og á samfélagsmiðlum!

Sponsor Salomon
Sponsor Garmin
Sponsor 66 North
Sponsor Tag Heuer - Michelsen
Sponsor Specialized - Krían Ísland

Sponsor Powerade
Sponsor Coca Cola
Sponsor Víking Brugghús
Sponsor SS
Sponsor Snickers
Sponsor Holtakjúklingur
Sponsor Buff
Sponsor Snickers Workwear
Sponsor Now

Sponsor Íslenska Gámafélagið
Sponsor Samskip
Sponsor Byko
Sponsor Bílaleiga Akureyrar - Europcar
Sponsor Exton

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2021
Website by: Gasfabrik