Næsta keppni
1.-2. júlí 2023
Skráning hefst 5. febrúar 2022
Scroll down
 KIA Gullhringurinn Logo

Skemmtilegasta hjólreiðakeppni á Íslandi

KIA Gullhringurinn

KIA Gull

KIA Gullhringurinn er ein vinsælasta hjólreiðakeppni landsins. KIA Gullhringurinn var fyrst haldin árið 2012 og hefur verið haldin árlega síðan. Keppnin var haldin á Laugarvatni en sumarið 2021 var breytt um umhverfi og KIA Gullhringurinn fékk nýjan heimavöll á Selfossi. Keppnin er haldin í nýjum miðbæ á Selfossi og keppnisbrautirnar liggja um láglendið í kring og keppendur þræða sig um Árborgarsvæðið með viðkomu á Stokkseyri og Eyrarbakka. Boðið er upp á fjölskylduvæna skemmtibraut og rafmagnshjól eru sérlega velkomin.

Mottó KIA Gullhringsins er “Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir” og er hægt að velja sér vegalengd eftir getu hvers og eins. Allt þekktasta hjólreiðafólk landsins hefur tekið þátt í  keppninni í gegnum árin og það sem skemmtilegra er að nýliðar í sportinu hafa notað KIA Gullhringinn sem fyrstu keppnina sína og þannig formlega innkomu sína í sportið.

Skoðaðu leiðirnar

Nýjustu upplýsingar

Fréttir

Leiðir fyrir alla

  • Stígðu fyrsta skrefið
  • Settu í annan gír
  • Njóttu samverunnar
  • Bættu metið
  • Sigraðu sjálfan þig
  • Komdu í mark!
Vegalengdir fyrir alla fjölskylduna

Leiðir & Kort

Keppnin verður ræst í glæsilegum miðbæ Selfoss en keppnisbrautirnar liggja um láglendið í kring og þátttakendur þræða sig um Árborgarsvæðið. Að sjálfsögðu er einnig boðið uppá brautir fyrir þau sem vilja njóta frekar en þjóta og eru rafmagnshjól velkomin.

Úrslit síðustu ára:

2022 – Öll úrslit KIA Gullhringsins
2021 – Öll úrslit KIA Gullhringsins
2020 – Öll úrslit KIA Gullhringsins.
2019 – Öll úrslit KIA Gullhringsins.
2018 – Öll úrslit KIA Gullhringsins.

Votmúlahringurinn
Fjölskylduflokkur
12 km Fjölskylduflokkur
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
                        af leið
12 km
Dagssetning
2. júlí 2023
Ræsing
11:00

Votmúlahringurinn er leið sem hugsuð er fyrir alla fjölskylduna og áherslan á að "njóta en ekki þjóta". Rafmagnshjól velkomin. Engin tímataka en allir fá þátttöku-medalíu!

  • Skráningargjald
    • Engin tímataka
    • Allir þátttakendur fá þátttökumedalíu
    • Rafmagnshjól leyfð
    • Drykkir og pylsugrill hjá BYKO eftir hjólatúrinn

    Ræst er við BYKO á Selfossi kl 11:00 sunnudaginn 2. júlí 2023

    *skráning nauðsynleg þannig að við getum áætlað hvað við þurfum margar pylsur 🙂 Takk fyrir.

    Nánari skilmála má finna hér.

  • Gögn
  • Leiðarlýsing

    Votmúlahringurinn er leið sem er hugsuð fyrir alla fjölskylduna að hjóla saman og njóta en ekki þjóta.  Þessi um það bil 12 kílómetra hringur hefur í áraraðir verið fyrsti langi hjólatúr þeirra sem alist hafa upp á Selfossi.

    Ræst er við BYKO Selfossi og hjólað austur eftir Larsenstræti í fylgd öryggisbíla út að Gaulverjabæjarveg (þjóðvegur 33) þar sem beygt er til hægri.  Eftir um það bil tvo og hálfan kílómeter áleiðis á Gaulverjabæjarvegi er aftur beygt til hægri inn á þjóðveg 310, Votmúlaveg, og hjólað í vestur eftir Votmúlavegi  að þjóðvegi 34, Eyrarbakkavegi. Þar er beygt til hægri inn að Selfossi aftur. Á hringtorgi númer 2 er beygt inná Suðurhóla og þeir hjólaðir þangað til beygt er inná Austurhóla til vinstri og þaðan inná Langholt með hægri beygju.  Endamarkið er svo aftur á sama stað við BYKO þar sem allir fá þátttökumedalíur og grillaðar pylsur frá SS ásamt Coca Cola.

    Förum öll varlega, njóta en ekki þjóta

Gaulverjar
B keppnisflokkur (Tímataka)
43 km B keppnisflokkur (Tímataka)
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
                        af leið
43 km
Dagssetning
1. júlí 2023
Ræsing
18:00

Gaulverja flokkurinn er hugsaður fyrir nýja keppendur í sportinu sem eru tilbúnir að sýna hvað í þeim býr. B keppnisflokkur (Tímataka).

  • Skráningargjald
    • Skráningargjald til miðnættis 10. febrúar: 2.900,- kr.
    • Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 4.900,- kr.
    • Skráningargjald: 7.900,- kr
    • Pallaverðlaun fyrir 3 fyrstu sætin í hverjum aldursflokki
    • Þátttökumedalía fyrir alla keppendur
    • Drykkjarstöð í brautinni.

    Nánari skilmála má finna hér.

  • Gögn
  • Leiðarlýsing

    Hentugt fyrir þau sem eru að byrja að keppa eða reynslubolta í leit af léttri og skemmtilegri braut.
    Ræst við Hótel Selfoss og hjólað í austur í gegnum Selfoss þar sem leið liggur austur fyrir Bónus. Þar er beygt til hægri af Austurvegi (Suðurlandsvegi) útúr hringtorginu við Bónus niður þjóðveg nr 33, Gaulverjabæjarveg. Þessa fyrstu metra er keppnin í soft-starti í fylgd öryggisbíls en keppnin hefst síðan strax inn á Gaulverjabæjarvegi, þjóðvegi 33. Hjólað er um það bil 13 km á Gaulverjabæjarvegi niður að strönd. Þar tekur Gaulverjabæjarvegur afleiðandi hægri beygju og þaðan eru um 9km að Stokkseyri. Þar rennur keppnin fram hjá rjómabúinu við Baugstaði á vinstri hönd og þar rís Knarrarósviti við himinn. Tignarleg og skemmtileg kennileiti sem eiga sér mikla sögu.

    Á Stokkseyri verður drykkjarstöð. Þegar komið er í gegnum Stokkseyri tekur keppnin snarpa vinstri beygju af Gaulverjabæjarvegi inn á nýjan hjólreiðastíg sem er hluti af vitaleiðinni. Þaðan liggur leiðin í gegnum mýrarnar milli Stokkseyrar og Eyrarbakka sunnan við Litla Hraun og inn á Eyrarbakka. Keppnin kemur inn á Eyrarbakka á götu sem heitir Merkissteinsvellir og keppendur hjóla beint áfram í vestur. Gatan skiptir um nafn þegar innar er komið og nefnist Háeyrarvellir og á endanum Eyrargata. Þar liggur leið keppenda fram hjá Húsinu og Eyrarbakkakirkju og svæði sem tilheyrir Héraðssafni Árnesinga.

    Við Eyrarbakkakirkju verður hvatningarstöð þar sem áhorfendur eru velkomnir. Þaðan hjóla keppendur síðan Eyrarbakka á enda. Þar tekur keppnin U-beygju með snarpri hægri beygju af Eyrargötu inn á Hafnarbú að Eyrarbakkavegi og þar taka keppendur aðra snarpa hægri beygju. Þaðan er hjólað eftir Eyrarbakkavegi um 8 km leið í átt að Selfossi.

    Rétt ÁÐUR en komið er inn á Selfoss er LOKAMARK tímamælingar keppninnar sem er rétt innan við Bjarkarveg. Lokatími á keppendur er þannig tekinn þegar rúmlega kílómeter er að endamarki keppninnar sem er við Hótel Selfoss og nýja miðbæinn þar sem keppnin er ræst. Keppendur hjóla síðan hægt frá lokamarkinu við Bjarkarveg að endamarki keppninnar við Hótel Selfoss þar sem þátttökumedalíur verða afhentar.

    Keppnisbrautin er varin í gegnum Stokkseyri og Eyrarbakka af björgunarsveitum á staðnum. Gaulverjabæjarvegur er lokaður fyrir allri umferð nema forgangsakstri viðbragðsaðila á meðan keppni stendur yfir. Sama á við um Eyrarbakkaveg. Það þýðir þó ekki að keppendur geti ekki átt von á bílum eða landbúnaðarvinnuvélum í brautinni og ber því að hafa allan vara á og taka tillit. Förum alltaf varlega.

Flóaáveitan
Fjölskylduflokkur (Engin tímataka)
43 km Fjölskylduflokkur (Engin tímataka)
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
                        af leið
43 km
Dagssetning
1. júlí 2023
Ræsing
18:10

Flóaáveitan er hjólaleið þar sem áherslan er á að "njóta en ekki þjóta." Rafmangshjól velkomin. Allir fá þátttökumedalíu.

  • Skráningargjald
    • Skráningargjald til miðnættis 10. febrúar: 2.900,- kr.
    • Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 4.900,- kr.
    • Skráningargjald: 7.900,- kr
    • Engin tímataka
    • Allir þátttakendur fá þátttökumedalíu
    • Drykkjarstöð í brautinni.

    Nánari skilmála má finna hér.

  • Gögn
  • Leiðarlýsing

    Samhjól fyrir hjólreiðafólk með skemmtun í huga.

    Ræst við Hótel Selfoss, hjólað í austur í gegnum Selfoss í öryggisfylgd og sem leið liggur austur fyrir Bónus. Þar er beygt til hægri af Austurvegi (Suðurlandsvegi) útúr hringtorginu við Bónus niður þjóðveg nr 33, Gaulverjabæjarveg. Þar sleppir öryggisbíllinn takinu á hjólurum. Hjólað er sem leið liggur niður Gaulverjaveg um láglendið niður að strönd um það bil 13 km. Þar tekur Gaulverjabæjarvegur afleiðandi hægri beygju og þaðan er um 9km að Stokkseyri. Það rennur hópurinn fram hjá rjómabúinu við Baugstaði á vinstri hönd og þar rís Knarrarósviti við himinn. Tignarleg og skemmtileg kennileiti sem eiga sér mikla sögu. Það verður drykkjarstöð í miðri Stokkseyri. Þar má stoppa, slaka á og taka selfie eins og ekkert sé.

    Þegar komið er í gegnum Stokkseyri tekur samhjólið snarpa vinstri beygju af Gaulverjabæjarvegi inn í nýjan hjólreiðastíg sem er hluti af vitaleiðinni. Þaðan liggur leiðin í gegnum mýrarnar milli Stokkseyrar og Eyrabakka sunnan við Litla Hraun og inn á Eyrarbakka. Keppnin kemur inn á Eyrarbakka á götu sem heitir Merkissteinsvellir. Á henni hjóla þátttakendur beint áfram í vestur en gatan skiptir um nafn þegar innar er komið og verður Háeyrarvellir og á endanum Eyrargata. Þar liggur leið þátttakenda fram hjá Húsinu og Eyrarbakkakirkju og svæði sem tilheyrir Héraðssafni Árnesinga. Þar verður hvatningarstöð þar sem áhorfendur eru velkomnir.

    Frá hvatningarstöðinni á Eyrarbakka hjóla þátttakendur Eyrarbakka á enda. Þar tekur keppnin U-beygju með snarpri hægri beygju af Eyrargötu inn á Hafnarbú að Eyrarbakkavegi þar sem keppnin tekur aðra snarpa hægri beygju. Þaðan er hjólað eftir Eyrarbakkavegi í átt að Selfossi. Endamark keppninnar er við Hótel Selfoss og nýja miðbæinn þar sem keppnin er ræst. Þar eru þáttakendamedalíur afhentar.

    Gaulverjabæjarvegur er lokaður fyrir umferð nema forgangsakstri viðbragðsaðila á meðan á hjólatúrnum stendur. Sama á við um Eyrarbakkaveg. Það þýðir þó ekki að hjólareiðafólk geti ekki átt von á bílum eða landbúnaðarvinnuvélum í brautinni og ber því að hafa allan varann á, taka tillit og umfram allt fara varlega.

Villingar
A Flokkur (Tímataka)
59 km A Flokkur (Tímataka)
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
                        af leið
59 km
Dagssetning
1. júlí 2023
Ræsing
18:30

Þessi flokkur er hugsaður fyrir öfluga keppendur sem hafa reynslu af hjólaleiðakeppnum og leikreglum slíkra keppna.

  • Skráningargjald
    • Skráningargjald til miðnættis 10. febrúar: 2.900,- kr.
    • Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 4.900,- kr.
    • Skráningargjald: 7.900,- kr
    • Pallaverðlaun fyrir 3 fyrstu sætin í hverjum aldursflokki
    • Þátttökumedalía fyrir alla keppendur
    • Drykkjarstöð í brautinni.

    Vinsamlega athugið að um það bil þrjátíu kílómetra inn í brautina kemur  7 km kafli þar sem malbik og malarvegur skiptast á. Heildar malarkaflinn er tæplega 5 km og getur verið áskorun fyrir keppendur og mun reyna á tæknilega kunnáttu keppenda. Vinsamlegast hafið öryggið í fyrirrúmi og farið varlega í brautinni.

    Nánari skilmála má finna hér.

  • Gögn
  • Leiðarlýsing

    Flott, hröð og tæknileg braut fyrir vana keppendur.

    Ræst er við Hótel Selfoss, hjólað í austur í gegnum Selfoss, austur fyrir Bónus og í gegnum hringtorgið þar áfram í austur. Fram að hringtorginu er keppnin í „soft-starti“ og í fylgd öryggisbíla. Eftir hringtorgið eru keppendur ennþá í fylgd öryggis brautarbíla en ekki lengur undir formerkjum „soft-starts.“ Á þjóðvegi 1 er umferð stöðvuð á eftir keppninni en búast má við einhverri umferð á móti þó hún verði takmörkuð.

    Eftir um það bil 8 km frá ræsingu er beygt af þjóðvegi númer 1 til hægri inn á Villingaholtsveg ( veg nr 304). Þar lýkur fylgd öryggisbíla en Villingaholtsvegi (nr 304) er lokað fyrir allri annarri umferð nema forgangsakstri viðbragðsaðila. Þó er aldrei hægt að útiloka að einstaka ökutæki rati óvart inn á brautina og því verður hjólareiðafólk að vera viðbúið öllu. Leiðin liggur í gegnum Villingaholtin og meðfram Þjórsá þar sem álfar og huldufólk gæti hæglega skorist í leikinn og því vissara að virða þeirra reglur sem taka á allri umferð um svæðið. Þær eru einfaldar; gagnkvæm virðing, snyrtimennska og gleði.

    Hjólað er um Villingaholtsveginn nokkuð beint niður að strandlínu. Rétt áður en vegurinn tekur aflíðandi hægri beygju í átt að Stokkseyri eða rétt um það bil 30 km inn í brautina tekur við um  7 km kafli þar sem malbik og þjappaður malarvegur skiptast á. Heildar malarkaflinn er tæplega 5 km og getur verið áskorun fyrir keppendur og mun reyna á tæknilega kunnáttu keppenda. Hér þarf að fara sérstaklega nvarlega. Þegar keppnin er komin í gegnum þennan kafla tekur við nokkuð bein leið að gatnamótum Villingaholtsvegar og Gaulverjabæjarvegar. Þar er hjólað til hægri inn á Gaulverjabæjarveg og þaðan eru um 9 km að Stokkseyri. Á þeim kafla rennur keppnin fram hjá rjómabúinu við Baugstaði á vinstri hönd og þar rís Knarrarósviti við himinn. Tignarleg og skemmtileg kennileiti sem eiga sér mikla sögu.

    Það verður drykkjarstöð í miðri Stokkseyri. Þegar komið er í gegnum Stokkseyri er hjólað áfram eftir þjóðveginum en EKKI farið inn á hjólreiðastíginn sem 43 km leiðin fer inn á. Hjólað er beint áfram að gatnamótunum við Eyrarbakkaveg þar sem tekin er snörp hægri beygja og hjólað um 8 km leið eftir Eyrarbakkavegi í átt að Selfossi.

    Rétt ÁÐUR en komið er inn á Selfoss er LOKAMARK  TÍMAMÆLINGA  keppninnar en það er staðsett rétt innan við Bjarkarveg. Lokatími á keppendur er þannig tekinn þegar rúmlega kílómeter er í endamark keppninnar við Hótel Selfoss og nýja miðbæinn þar sem keppnin er ræst. Keppendur hjóla síðan HÆGT inn á Selfoss.

    Villingaholtsvegur og Gaulverjabæjarvegur eru lokaðir fyrir umferð nema forgangsakstri viðbragðsaðila á meðan á keppni stendur. Sama á við um Eyrarbakkaveg. Þetta þýðir þó EKKI að keppendur geti ekki átt von á BÍLUM EÐA LANDBÚNAÐARVÉLUM í brautinni og ber því að hafa allan varann á, taka tillit og FARA VARLEGA.

Svörin við spurningunum

Upplýsingar

Umgjörð

Það er nóg um að vera í kringum keppnina.

Nánar hérna

Tilboð

Þátttakendum í KIA Gullhringnum gefst kostur á að nýta sér tilboð samstarfsaðila KIA Gullhringsins sem birt verða þegar nær dregur keppni.

Nánar hérna

Reglur

Reglurnar okkar eru fyrst og fremst ætlaðar til að passa upp á öryggi keppenda. Kynntu þér reglurnar.

Nánar hérna

Skilmálar

Mikilvægt að kynna sér skilmálana og hafa á hreinu svo allir séu sáttir og í gír. Lestu skilmálana.

Nánar hérna


Spurt & Svarað

  • Hvenær verða mótsgögn afhent?

    Afhending mótsgagna fer fram í KIA Umboðinu, Krókhálsi 13 fimmtudaginn 29. júní kl. 12:00 – 17:00.

  • Er hægt að breyta nafni og skráningu?

    Hægt er að gera nafnabreytingu á skráningu á meðan rafræn skráning er opin. Ekki er hægt að geyma þátttökugjöld keppna fram á næsta ár og þátttökugjöld eru ekki endurgreidd.

  • Hvað með Víkingasveitina og hvernig verður maður Járnvíkingur og Íslandsvíkingur?

    VÍKINGASVEITIN
    Með því að taka þátt og ljúka einhverri vegalengd í öllum keppnunum í sumar komast þátttakendur í VÍKINGASVEITINA.

    ÍSLANDS-VÍKINGUR
    Ætli þátttakendur sér nafnbótina ÍSLANDS VÍKINGUR þá þurfa þátttakendur að klára 59km í KIA Gullhringnum, 28km í NOW Eldslóðinni, 26km í Salomon Hengil Ultra &  23km í Landsnet MTB keppnisflokki. Þátttakendur mega fara lengri vegalengdir en ekki styttri til að ná því að verða Íslands Víkingur.

    JÁRN-VÍKINGUR
    Að komast í hóp JÁRN VÍKINGA er heldur flóknara verkefni. Þá er verkefnið að klára 59km í KIA Gullhringnum, 28km í NOW Eldslóðinni, 56km í Salomon Hengil Ultra og 23km í Landsnet MTB keppnisflokki. Þátttakendur mega fara lengri vegalengdir en ekki styttri til að ná því að verða Járn Víkingur.

  • Hvað um endurgreiðslur?

    Þátttökugjöld í KIA Gullhringnum eru ekki endurgreidd. Ef KIA Gullhringurinn fer ekki fram vegna ófyrirsjáanlegra atburða, svo sem náttúruhamfara, veðurs o.s.frv., munu greidd þátttökugjöld í keppnina ekki verða endurgreidd.

KIA Gullhringurinn

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik