KIA Gull fært til 10. september

Eigendur og stjórnendur Kia Gullhringsins hafa ákveðið í samráði við helstu samstarfsaðila að færa mótið til laugardagsins 10. september. Helsta ástæðan er dræm skráning en mörg af stærstu hjólreiðamótum og almennings íþrótta mótum landsins hafa staðið frammi fyrir minni skráningum en síðustu ár. Rúmlega helmingur hreyfiglaðra íslendinga er staddur erlendis og hinn jafnvel að sinna hlutum sem ekki hefur verið hægt að gera síðustu tvö sumur.

Við biðjum að sjálfsögðu afsökunar á öllum óþægindum sem þetta kann að valda. Við erum þakklát öllum sem eru tilbúin að vinna með okkur og koma með okkur á nýja dagsetningu. Fyrir ykkur sem eigið skráningu í KIA Gullhringinn þá eru eftirfarandi fimm kostir í stöðunni. 

1. Halda skráningunni og mæta eldhress 10. september.
** En það geta auðvitað ekki allir þannig að þá bjóðum við þessa fjóra kosti: 
2. Færa yfir á KIA Gullhringinn 2023.
3. Færa skráninguna yfir á einhvern sem getur nýtt sér hana.
4. Færa yfir í annað Víkingamót. Sjá mótin okkar á www.vikingamot.is.
5. Fá endurgreidda skráninguna. Þá má senda okkur upplýsingar með nafni, kennitölu og banka upplýsingum. Endurgreiðslur til þeirra sem ekki geta nýtt sér nýja dagsetningu munu hefjast í lok júlí eða byrjun ágúst.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

05.08.2024

Skráning í Eldslóðina hefst á laugardag

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik