Dagskrá KIA Gullhringsins 10.-11. september 2022
Hérna fylgir uppfærð dagskrá fyrir KIA Gullhringinn 10-11. september 2022. Við hlökkum til að sjá ykkur!
REYKJAVÍK AFHENDING GAGNA:
FÖSTUDAGUR 9. SEPT kl: 12:00-17:00 í KIA umboðinu, Krókhálsi 13
DAGSKRÁ KIA GULL HRINGSINS 2022
SELFOSSI 10. SEPT- 11.SEPT
LAUGARDAGUR 10. SEPT.
Kl: 15:00-17:00 Afhending gagna við Sviðið gengt KIA sviðinu.
Kl: 15:30 Upphitun við KIA sviðið
Kl: 16:30 Brautarfundir við KIA sviðið (skyldumæting fyrir keppendur)
Kl: 16:50 Ræsingar og keppnisundirbúningur við KIA markið
Kl: 17:00 GAULVERJAR 43 km (B keppnisflokkur) Hentugt fyrir nýliða og reynslubolta í leit af léttri braut
Kl: 17:10 FLÓAÁVEITAN 43 km samhjól með áherslu á að njóta en ekki þjóta (rafmagnsflokkur)
Kl: 17:30 VILLINGAR 59 km (A keppnisflokkur) flöt, hröð og tæknileg braut fyrir vana keppendur
Kl: 18:00 STOKKSEYRI GARMIN PARTÝ STÖÐ
Grillparty og peppstöð opnar við Barnaskólann á Stokkseyri allir velkomnir. Músik og
grill í boði fyrir áhorfendur. Drykkir frá Coca Cola, Snickers og grillaðar
pylsur frá SS og Holta. Hvatningar bjöllur og fánar fyrir þá sem vilja vera virkir.
Kl: 18:00 EYRABAKKI ALDAMÓTAHLIÐIÐ Á EYRABAKKA
Samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Leikfélags Selfoss, Kvennfélags
Eyrabakka og Mótsstjórnar. Áhorfendum verður boðið uppá aldamóta kaffi,
pönnukökur og flatkökur að hætti kvennfélagsins á Eyrabakka.
Kl: 20:00 EFTIRPARTÝ & VERÐLANAAFHENDINGAR VIÐ KIA SVIÐIÐ 43km og 59km
SUNNUDAGUR 11. SEPT.
Kl: 11:00 VOTMÚLAHRINGUR BYKO 12 km, Fjölskylduflokkur fyrir fólk á öllum aldri og getustigi
sem endar í grill partý á BYKO planinu á Selfossi. Sannkölluð fjölskylduveisla með grilli
og góðum gestum sem taka lagið og skemmta.