Passleg leið fyrir byrjendur og áhugasama unga göngugarpa.
-
Skráningargjald
- Ræsing kl 10:40
- Skráningargjald til 10. ágúst: 5.900 kr
- Skráningargjald 6.500 kr
Innifalið í mótsgjaldi: Þátttökumedalía og máltíð frá matarvagni á Garðabæjar götubitanum við Vífilstaði
Skráningarfrestur til 13. september
- Gögn
-
Leiðarlýsing
Garmin Eldslóðin er ræst við Vífilsstaði. 5km hlaupaleiðin liggur að Vífilsstaðavatni og síðan er hlaupið rangsælis við vatnið í austurátt. Við enda vatnsins er farið upp Z-stíg, líkt og í 29k og 10k. Þar efst er tekin hægri beygja beint upp á hlíðina og hlaupinn þröngur stígur í hlíðinni tilbaka og að lokum niður að vatninu og aftur í markið við Vífilsstaði. Þessi hlaupaleið er fjölbreytt og krefjandi en umfram allt skemmtilegir 5km, og jafnvel rúmlega það.