Lengsta hlaupið í Hengil Ultra. 160 kílómetrar yfir holt og hæðir. Þessi leið er ekki fyrir óvana. Án efa eitt hæsta markmið hlaupagarpsins er að sigra þessa leið.
-
Skráningargjald
- Skráningargjald: 44.900,- kr.
- Skráningargjald til miðnættis 1. janúar 2024: 32.900,- kr.
- Skráningargjald til miðnættis 30. mars: 39.900,- kr.
- Skráningu lýkur: kl. 23:59 þann 7. júní 2022
- Skoðaðu skráða keppendur
Innifalið í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, vöktun, matur og drykkur í brautunum, veglegur þátttökugripur og sérmerkt 160 km “Finisher“ húfa. Glaðningur frá Ölpunum, máltíð að keppni lokinni og aðgangur að sjúkranuddara og lækni eða hjúkrunarfræðingi fylgir einnig skráningu í þennan flokk.
- Gögn
-
Leiðarlýsing
160km / 100 mílu hlaupið er ræst í Breiðumörk, aðalgötunni í Hveragerði við ráðhús bæjarins. Hlaupið er framhjá Skyrgerðinni, gegnum lystigarðinn og upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er skógarstígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn hlaupinn inn í dalinn í átt að íþróttahúsinu þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá og Dalakaffi innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Þá er haldið upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á gönguslóða að Ölkelduhálsi. , þar til komið er að vegvísi sem vísar á Sleggjubeinsskarð á blá-stikaðri leið. Við vegvísinn er farið niður á línuveg og þá að drykkjarstöð.
Eftir drykkjarstöð er línuveg fylgt. Sú leið er hlaupin sem liggur um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal. Rétt innan við Þrengslin þarf að taka vinstri beygju af stígnum yfir lækinn og á vegslóðann sem liggur inn dalinn og af honum niður í Sleggjubeinsskarð. Neðarlega í brekkunni niður Sleggjubeinsskarð er farið til hægri inn á slóða í átt að Engidal. Farið er upp Þjófagil neðan við Sleggju og yfir Húsmúla í átt að Engidal. Þar er snúningspunktur rétt áður en kemur að Múlaseli og sama leið farin til baka. Þessi lykkja er aðeins hlaupin í fyrsta hring.
Neðst í Sleggjubeinsskarði er nú haldið niður á drykkjarstöð á bílaplani. Hlaupin er sama leið upp í skarðið aftur en þá tekin vinstri beygja inn á svart-stikaða leið sem liggur á kambinum milli Innstadals og Húsmúla. Sá hryggur er hlaupinn alveg upp á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punktur Hengilssvæðisins (810m). Mikið og gott útsýni er af Skeggja í góðu veðri og unnt að virða fyrir sér fjallahring Þingvallasvæðisins og inn á hálendið. Af Skeggja er farin sama leið niður en stuttu eftir niðurleiðina er haldið áfram stikaða leið í suður og hlaupið á heiðum Hengilsins. Þar er fljótlega komið að vegvísi sem bendir á Innstadal og honum fylgt niður þar til komið er að kofa innst í dalnum.
Stígum er fylgt þar til komið er inn á sömu leið og farin var inn í dalinn. Hlaupin er sama leið til baka að drykkjarstöð og þá að vegvísi við Ölkelduháls. Þá farin sama leið niður að Klambragili. Reykjadalurinn er hlaupinn sömu leið niður í Hveragerði, meðfram hamrinum niður Árgil í lystigarðinn, þar í gegnum marklínuna í Breiðumörk. Þá er snúið við og sami hringur hlaupinn tvisvar sinnum.