Næsta keppni
4-5 júní 2021
Dagar
Klst
Mín
Scroll down
 KIA Gullhringurinn Logo KIA Gullhringurinn Logo
ITRA Associations UTMB Associations

Stórkostlegt utanvegahlaup í fallegu landslagi

Hengill Ultra

Víkingamótin

Salomon Hengill Ultra Trail verður nú haldin í tíunda sinn 4-5. júní júní 2021. Þar taka þátt yfir 1300 keppendur og er þetta stærsta utanvegar hlaup Íslands og ein fallegasta hlaupaleið landsins.

Eins og í fyrra verður hlaupið í 5km, 10km, 26km, 53km og 106km. Nú í ár bætist við 160km braut sem er 100 mílur. Það er eitthvað fyrir alla, allt frá léttri 5km leið upp í 160km fyrir þau allra hörðustu!

Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á 100km liðakeppni sem er skipt upp þannig að fjórir keppendur hlaupa 25km hringinn, þannig gildir samanlagður tími þeirra í liðakeppni en að sjálfsögðu virkar tíminn þeirra líka sem einstaklings tími.

Byrjunarreitur allra vegalengda og mótsstjórn verður við Skyrgerðina veitingastað og gistiheimili í hjarta Hveragerðis. Styttri vegalengdirnar eru í kringum Hveragerði og upp að Hamrinum sem er gríðarlega fallegur hraunhamar yfir bænum. 25km vegalengdin er upp Reykjadalinn upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann.  50km hlauparar hlaupa hinsvegar áfram inn að Hengli, yfir fjallgarðinn, niður Sleggjubeinsskarð og þaðan til baka. Þeir sem hlaupa 106km fara þá leið tvisvar og þrisvar fyrir 160km leiðina. Útsýnið frá Hengli er algjörlega einstakt og er þessi hlaupaleið ein sú fallegasta sem hægt er að finna á Íslandi.

Á meðan Hengill Ultra er í gangi þá breytist Hveragerði í hlaupa Karnival með sölusýningu í íþróttahúsinu. Hveragerði ljómar öll og hefur nóg upp á að bjóða fyrir gesti.

Þáttaka í Hengil Ultra gefur UTMB punkta

ITRA

Skoðaðu keppnirnar

Upplýsingar og efni

Umgjörð

Heilmargt í boði

Í íþróttahúsinu í Hveragerði er skipti aðstaða fyrir hlaupara í 50, 100 og 160 km hlaupum og aðstaða til að geyma tösku fyrir þá. Þeir hafa einnig aðgang að sjúkranuddara eftir keppni. Læknir eða hjúkrunarfræðingur athugar heilsu alla keppenda í þessum vegalengdum eftir hlaup. Allir keppendur hafa aðgang að lækni og hjúkrunarfræðingi. Allir keppendur fá ávísun í sund í Hvergarði en sundlaugin er rómuð bæði fyrir staðsetningu, byggingastíl og heita vatnið sem beinlínis sprettur þar uppúr jöröðinni. Eftir keppni er öllum keppendum boðið í hamborgarpartý á „The Finish Line Burger Joint” sem er besta POP-UP borgarabúllan á landinu. Þar verða gæða borgara frá SS og drykkir frá CCEP í boði. Verðlaunaafhending fyrir keppendur og aðstandendur verður svo kl 16:00. Tímatökubúnaður verður notaður og allir hlauparar hlaupa með tímatökuflögur. Þá er verður einnig dregið úr glæsilegum brautarvinningum í verðlaunaafhendingunni. Þannig að allir fá eitthvað til minningar um þátttökuna í þessu mikla afrekshlaupi.

Slagorð hlaupsins er „Allir hlaupa, allir vinna og allir velkomnir“

Þátttaka í 53 og 106, 160 kílómetra vegalengdunum í Salomon Trail Hengill Ultra tryggir keppendum UTMB punkta. Fjöldi hlaupara kemur erlendis frá til að taka þátt í Salomon Trail Hengill Ultra því slíkir þátttöku-punktar bjóðast ekki hvar sem er í heiminum. Samstarfið við UTMB hefur gengið vel og við erum stolt af því sem og samstarfi okkar við ITRA, International Trail Running Association. Í ár hafa reglurnar verið hertar þannig að öll hlaup í heiminum hafa farið niður um einn punkt, sem skýrir færri punkta úr hlaupinu 2019 heldur en var í síðustu hlaupum. Þátttaka í Salomon Trail Hengill Ultra tryggir keppendum eftirfarandi fjölda punkta:

 • Þátttaka í 53KM hlaupinu tryggir keppendum 2 UTMB punkta
 • Þátttaka í 106KM hlaupinu tryggir keppendum 4 UTMB punkta
 • ITRA er að meta hvað 160KM getur gefið af UTMB punktum

6 leiðir

 • Stígðu fyrsta skrefið
 • Settu í annan gír
 • Njóttu samverunnar
 • Bættu metið
 • Sigraðu sjálfan þig
 • Komdu í mark!
Leiðir fyrir alla fjölskylduna

Leiðir og Kort

Í ár bætist við 100km liðakeppni þar sem fjórir keppendur hlaupa 25km og gildir samanlagður tími þeirra sem lokatími. Það má með sanni segja að það sé eitthvað fyrir alla í Hengil Ultra, allt frá 5km byrjenda og skemmtileið upp í 160km fyrir þau allra hörðustu!

Vegleg drykkjastöð verður á Ölkelduhálsi og salerni og vel útbúin drykkjarstöð við Sleggjubeinsskarð.

Í ár verður það tímataka.net sem sinnir tímatöku eins og síðustu keppnum. Nokkrir milli-tímar verða teknir í brautinni til að auka upplýsingaflæði og um leið öryggi keppenda.

Hengill Ultra 160K
Atvinnuhlauparar
160 km Atvinnuhlauparar
106km kort af leið
160 km
Dagssetning
4. júní 2021
Ræsing
14:00

Lengsta hlaupið í Hengil Ultra. 160 kílómetrar yfir holt og hæðir. Þessi leið er ekki fyrir óvana. Án efa eitt hæsta markmið hlaupagarpsins er að sigra þessa leið.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald: 39.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 5. nóvember: 27.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 30. október: 24.900,- kr.
  • Skráningu lýkur: kl. 23:59 þann 25. maí 2021
  • Skoðaðu skráða keppendur 

  Innifalið er í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, vöktun, matur og drykkur í brautunum. Veglegur þátttökugripur og sérmerkt 100 MÍLNA “Finisher“ húfa frá 66 North. Glaðningur frá Ölpunum, máltíð að keppni lokinni og aðgangur að sjúkranuddara og lækni eða hjúkrunarfræðingi.

 • Gögn
 • Leiðarlýsing
  • Vegalengd: 160 km ( þrír hringir )
  • TÍMAMÖRK: 1 hringur: 10 tímar, 2. hringur: 12 tímar, 3. Hringur: 13 tímar, endamark 35 tímar.

  Hlaupið er ræst í Lystigarðinum í Hveragerði við Grunnskólann. Hlaupið er upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er göngustígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn hlaupinn inn í dalinn þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Þá er haldið upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á Ölkelduháls, þar til komið er að vegvísi (drykkjarstöð) sem vísar á Sleggjubeinsskarð á blá-stikaðri leið.

  Sú leið er hlaupin sem liggur um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal. Rétt innan við Þrengslin þarf að taka vinstri beygju af stígnum yfir lækinn og á vegslóðann sem liggur inn dalinn og af honum niður í Sleggjubeinsskarð, þar sem verður drykkjarstöð og salerni. Hlaupin er sama leið upp í skarðið aftur en þá tekin vinstri beygja inn á svart-stikaða leið sem liggur á kambinum milli Innstadals og Húsmúla. Sá hryggur er hlaupinn alveg upp á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punktur Hengilssvæðisins (810m). Mikið og gott útsýni er af Skeggja í góðu veðri og unnt að virða fyrir sér fjallahring Þingvallasvæðisins og inn á hálendið. Af Skeggja er farin sama leið niður en stuttu eftir niðurleiðina er haldið áfram stikaða leið í suður og hlaupið á heiðum Hengilsins. Þar er fljótlega komið að vegvísi sem bendir á Innstadal og honum fylgt niður þar til komið er að kofa innst í dalnum.

  Stígum er fylgt þar til komið er inn á sömu leið og farin var inn í dalinn. Hlaupin er sama leið til baka að vegvísinum við Ölkelduháls og nú farið niður í Reykjadalinn norðan við Ölkelduhnjúkinn. Reykjadalurinn er hlaupinn sömu leið niður í Hveragerði, meðfram hamrinum niður Árgil í Lystigarðinn, þar í gegnum marklínuna og svo er snúið við og sami hringur hlaupin aftur.

Hengill Ultra 106K
Vanir hlauparar
106 km Vanir hlauparar
106km kort af leið
106 km
Dagssetning
4. júní 2021
Ræsing
22:00

Leið fyrir vana hlaupara.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald: 33.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 5. nóvember: 25.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 30. október: 23.900,- kr.
  • Skráningu lýkur: kl. 23:59 þann 25. maí 2021
  • Skoðaðu skráða keppendur 

  Innifalið er í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, vöktun, matur og drykkur í brautunum. Veglegur þátttökugripur og sérmerkt 100 km “Finisher“ húfa frá 66 North. Glaðningur frá Ölpunum, máltíð að keppni lokinni og aðgangur að sjúkranuddara og lækni eða hjúkrunarfræðingi.

 • Gögn
 • Leiðarlýsing
  • Vegalengd: 106 km ( tveir hringir )
  • TÍMAMÖRK: 1 hringur: 10 tímar, 2. hringur: 12 tímar, 3. Hringur: 13 tímar, endamark 35 tímar.

  Hlaupið er ræst í Lystigarðinum í Hveragerði við Grunnskólann. Hlaupið er upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er göngustígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn hlaupinn inn í dalinn þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Þá er haldið upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á Ölkelduháls, þar til komið er að vegvísi (drykkjarstöð) sem vísar á Sleggjubeinsskarð á blá-stikaðri leið.

  Sú leið er hlaupin sem liggur um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal. Rétt innan við Þrengslin þarf að taka vinstri beygju af stígnum yfir lækinn og á vegslóðann sem liggur inn dalinn og af honum niður í Sleggjubeinsskarð, þar sem verður drykkjarstöð og salerni. Hlaupin er sama leið upp í skarðið aftur en þá tekin vinstri beygja inn á svart-stikaða leið sem liggur á kambinum milli Innstadals og Húsmúla. Sá hryggur er hlaupinn alveg upp á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punktur Hengilssvæðisins (810m). Mikið og gott útsýni er af Skeggja í góðu veðri og unnt að virða fyrir sér fjallahring Þingvallasvæðisins og inn á hálendið. Af Skeggja er farin sama leið niður en stuttu eftir niðurleiðina er haldið áfram stikaða leið í suður og hlaupið á heiðum Hengilsins. Þar er fljótlega komið að vegvísi sem bendir á Innstadal og honum fylgt niður þar til komið er að kofa innst í dalnum.

  Stígum er fylgt þar til komið er inn á sömu leið og farin var inn í dalinn. Hlaupin er sama leið til baka að vegvísinum við Ölkelduháls og nú farið niður í Reykjadalinn norðan við Ölkelduhnjúkinn. Reykjadalurinn er hlaupinn sömu leið niður í Hveragerði, meðfram hamrinum niður Árgil í Lystigarðinn, þar í gegnum marklínuna og svo er snúið við og sami hringur hlaupin aftur.

Hengill Ultra 53K
Vanir hlauparar
53 km Vanir hlauparar
106km kort af leið
53 km
Dagssetning
5. júní 2021
Ræsing
08:00

53 kílómetrar yfir holt og hæðir. Þessi leið er ekki fyrir óvana. Án efa eitt hæsta markmið hlaupagarpsins er að sigra þessa leið.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald: 25.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 5. nóvember: 21.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 30. október: 19.900,- kr.
  • Skráningu lýkur: kl. 23:59 þann 25. maí 2021
  • Skoðaðu skráða keppendur 

  Innifalið er í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, vöktun, matur og drykkur í brautunum. Veglegur þátttökugripur og sérmerkt 50km “Finisher“ húfa frá 66 North. Glaðningur frá Ölpunum, máltíð að keppni lokinni og aðgangur að sjúkranuddara og lækni eða hjúkrunarfræðingi.

 • Gögn
 • Leiðarlýsing
  • Vegalengd: 53 km ( einn hringur )
  • TÍMAMÖRK: 1 hringur: 10 tímar, 2. hringur: 12 tímar, 3. Hringur: 13 tímar, endamark 35 tímar.

  Hlaupið er ræst í Lystigarðinum í Hveragerði við Grunnskólann. Hlaupið er upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er göngustígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn hlaupinn inn í dalinn þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Þá er haldið upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á Ölkelduháls, þar til komið er að vegvísi (drykkjarstöð) sem vísar á Sleggjubeinsskarð á blá-stikaðri leið.

  Sú leið er hlaupin sem liggur um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal. Rétt innan við Þrengslin þarf að taka vinstri beygju af stígnum yfir lækinn og á vegslóðann sem liggur inn dalinn og af honum niður í Sleggjubeinsskarð, þar sem verður drykkjarstöð og salerni. Hlaupin er sama leið upp í skarðið aftur en þá tekin vinstri beygja inn á svart-stikaða leið sem liggur á kambinum milli Innstadals og Húsmúla. Sá hryggur er hlaupinn alveg upp á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punktur Hengilssvæðisins (810m). Mikið og gott útsýni er af Skeggja í góðu veðri og unnt að virða fyrir sér fjallahring Þingvallasvæðisins og inn á hálendið. Af Skeggja er farin sama leið niður en stuttu eftir niðurleiðina er haldið áfram stikaða leið í suður og hlaupið á heiðum Hengilsins. Þar er fljótlega komið að vegvísi sem bendir á Innstadal og honum fylgt niður þar til komið er að kofa innst í dalnum.

  Stígum er fylgt þar til komið er inn á sömu leið og farin var inn í dalinn. Hlaupin er sama leið til baka að vegvísinum við Ölkelduháls og nú farið niður í Reykjadalinn norðan við Ölkelduhnjúkinn. Reykjadalurinn er hlaupinn sömu leið niður í Hveragerði, meðfram hamrinum niður Árgil í Lystigarðinn, þar í gegnum marklínuna og svo er snúið við og sami hringur hlaupin aftur.

Hengill Ultra 26K
Miðflokkur
26 km Miðflokkur
106km kort af leið
26 km
Dagssetning
5 júní 2021
Ræsing
13:00

26 kílómetrar yfir holt og hæðir. Þessi leið er ekki fyrir óvana. Án efa eitt hæsta markmið hlaupagarpsins er að sigra þessa leið.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald: 12.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 5. nóvember: 10.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 30. október: 8.900,- kr.
  • Skráningu lýkur: kl. 23:59 þann 25. maí 2021
  • Skoðaðu skráða keppendur 

  Innifalið er í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, vöktun, matur og drykkur í brautunum. Veglegur þátttökumedalía

 • Gögn
Hengill Ultra 10K
Skemmtiskokk
10 km Skemmtiskokk
106km kort af leið
10 km
Dagssetning
5. júní 2021
Ræsing
14:00

Skemmtileg leið fyrir skemmtiskokk...

Hengill Ultra 5K
Byrjendur
5 km Byrjendur
106km kort af leið
5 km
Dagssetning
5. júní 2021
Ræsing
14:00

Frábær leið fyrir alla fjölskylduna. Byrjendur sem helgarskokkarar takið höndum saman!

Nytsamlegt & Nauðsynlegt!

Víkingamóta Verslunin

Innan skamms munum við bjóða upp á skemmtilegar vörur tengdar Víkingamótunum. Þetta verða sérvaldar og vandaðar merkjavörur frá samstarfsaðilum okkar eins og Salomon, 66 North, Specialized o.flr.  Einnig bjóðum við upp á vörur merktar Víkingamótunum fyrir þá sem vilja eiga minjagrip um góðar stundir í góðum félagsskap. Við munum bæði hafa vörur til sölu á keppnisdögum sem og hérna á vefnum.

Fylgstu með okkur hérna á síðunni og á samfélagsmiðlum!

Sponsor Salomon
Sponsor Garmin
Sponsor 66 North
Sponsor Tag Heuer - Michelsen
Sponsor Specialized - Krían Ísland

Sponsor Powerade
Sponsor Coca Cola
Sponsor Víking Brugghús
Sponsor SS
Sponsor Snickers
Sponsor Holtakjúklingur
Sponsor Buff
Sponsor Snickers Workwear
Sponsor Now

Sponsor Íslenska Gámafélagið
Sponsor Samskip
Sponsor Byko
Sponsor Bílaleiga Akureyrar - Europcar
Sponsor Exton

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2021
Website by: Gasfabrik