Næsta keppni
7.-9. júní 2024
Skráning hefst fljótlega
Scroll down
 KIA Gullhringurinn Logo KIA Gullhringurinn Logo
ITRA Associations UTMB Associations

Utanvegahlaup í fallegu landslagi

Hengill Ultra

Víkingamótin

Salomon Hengill Ultra Trail verður nú haldin í tólfta sinn dagana 9. og 10. júní 2023. Á þessari stórbrotnu hlaupaleið voru yfir 1300 þáttakendur sem tóku þátt í síðasta hlaupi sem gerir Hengill Ultra að stærsta utanvegarhlaupi Íslands.

Boðið verður uppá fjölbreyttar hlaupaleiðir; 5km, 10km, 26km, 53km, 106km og 100 mílur (161 km). Einnig eru stórskemmtilegar miðnætur útgáfur af 10km, 26km og 53 km vegalengdunum.

Byrjunarreitur allra vegalengda og mótsstjórn verður í miðbæ Hveragerðis. Styttri vegalengdirnar eru í kringum Hveragerði og upp að Hamrinum sem er gríðarlega fallegur hraunhamar yfir bænum. 26km vegalengdin er upp Reykjadalinn upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann.  53km hlauparar hlaupa hinsvegar áfram inn að Hengli, yfir fjallgarðinn, niður Sleggjubeinsskarð og þaðan til baka. Þeir sem hlaupa 106km fara þá leið tvisvar. Útsýnið frá Hengli er algjörlega einstakt og er þessi hlaupaleið ein sú fallegasta sem hægt er að finna á Íslandi.

Á meðan Hengill Ultra er í gangi þá breytist Hveragerði í hlaupa karnival með sölusýningu í íþróttahúsinu. Þar verða einnig allir brautarfundir fyrir hverja vegalengd fyrir sig ásamt verðlaunaafhendingu. Hveragerði ljómar öll og hefur nóg upp á að bjóða fyrir gesti.

Dagskrá keppninnar má nálgast hér.

Hengil Ultra er viðurkennt hlaup hjá UTMB og ITRA
UTMB logo
ITRA logo

Skoðaðu keppnirnar

5 leiðir

 • Stígðu fyrsta skrefið
 • Settu í annan gír
 • Njóttu samverunnar
 • Bættu metið
 • Sigraðu sjálfan þig
 • Komdu í mark!

Leiðir fyrir alla fjölskylduna

Leiðir og Kort

Það má með sanni segja að það sé eitthvað fyrir alla í Hengil Ultra, allt frá 5km byrjenda- og skemmtileið upp í 161km fyrir þau allra hörðustu!

Tímataka.net sinnir tímatöku eins og í síðustu keppnum. Nokkrir milli-tímar verða teknir í brautinni til að auka upplýsingaflæði og um leið öryggi keppenda. Reglur og listi með skylduútbúnaði fyrir lengri hlaupin í Hengil Ultra má nálgast hér. Dagskrá má nálgast hér.

Smelltu hér fyrir reglur hlaupsins og lista yfir skylduútbúnað sem á við í 53km, 106km, og 161km ásamt 26km midnight og 53km midnight. Liður í því að auka öryggi keppenda okkar er öryggisskoðun þar sem farið er yfir skyldubúnað keppenda í þessum vegalengdum og fer sú skoðun fram á brautarfundi fyrir hvert og eitt hlaup. Í enda hlaups getur einnig komið til öryggisskoðunar.

Úrslit síðustu ára:

2023 úrslit
2022 úrslit
2021 úrslit
2020 úrslit
2019 úrslit

Hengill Ultra 100 mílur
Atvinnuhlauparar
161 km Atvinnuhlauparar
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
            af leið
161 km
Dagssetning
9. júní 2023
Ræsing
08:00

Lengsta hlaupið í Hengil Ultra. Þessi leið er einungis fyrir vana hlaupara og án efa eitt hæsta markmið hlaupagarpsins að sigra þessa leið.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald: 44.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 1. janúar 2023: 32.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 3 maí: 39.900,- kr.
  • Skráningu lýkur: kl. 23:59 þann 25. maí 2023
  • Skoðaðu skráða keppendur 

  Innifalið í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, brautargæsla, matur og drykkur í brautunum, þátttökumedalía og sérmerkt 161 km “Finisher“ húfa. Glaðningur frá Ölpunum, máltíð að keppni lokinni og aðgangur að sjúkranuddara og hjúkrunarfræðingi fylgir einnig skráningu í þennan flokk.

 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  161km / 100 mílu hlaupið er ræst í Breiðumörk, aðalgötunni í Hveragerði við ráðhús bæjarins. Hlaupið er framhjá Skyrgerðinni, gegnum lystigarðinn og upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er skógarstígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn hlaupinn inn í dalinn í átt að íþróttahúsinu þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá og Dalakaffi innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Þá er haldið upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á gönguslóða að Ölkelduhálsi. , þar til komið er að vegvísi sem vísar á Sleggjubeinsskarð á blá-stikaðri leið. Við vegvísinn er farið niður á línuveg og þá að drykkjarstöð.

  Eftir drykkjarstöð er línuveg fylgt. Sú leið er hlaupin sem liggur um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal. Rétt innan við Þrengslin þarf að taka vinstri beygju af stígnum yfir lækinn og á vegslóðann sem liggur inn dalinn og af honum niður í Sleggjubeinsskarð. Neðarlega í brekkunni niður Sleggjubeinsskarð er farið til hægri inn á slóða í átt að Engidal. Farið er upp Þjófagil neðan við Sleggju og yfir Húsmúla í átt að Engidal. Þar er snúningspunktur rétt áður en kemur að Múlaseli og sama leið farin til baka. Þessi lykkja er aðeins hlaupin í fyrsta hring.

  Neðst í Sleggjubeinsskarði er nú haldið niður á drykkjarstöð á bílaplani. Hlaupin er sama leið upp í skarðið aftur en þá tekin vinstri beygja inn á svart-stikaða leið sem liggur á kambinum milli Innstadals og Húsmúla. Sá hryggur er hlaupinn alveg upp á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punktur Hengilssvæðisins (810m). Mikið og gott útsýni er af Skeggja í góðu veðri og unnt að virða fyrir sér fjallahring Þingvallasvæðisins og inn á hálendið. Af Skeggja er farin sama leið niður en stuttu eftir niðurleiðina er haldið áfram stikaða leið í suður og hlaupið á heiðum Hengilsins. Þar er fljótlega komið að vegvísi sem bendir á Innstadal og honum fylgt niður þar til komið er að kofa innst í dalnum.

  Stígum er fylgt þar til komið er inn á sömu leið og farin var inn í dalinn. Hlaupin er sama leið til baka að drykkjarstöð og þá að vegvísi við Ölkelduháls. Þá farin sama leið niður að Klambragili. Reykjadalurinn er hlaupinn sömu leið niður í Hveragerði, meðfram hamrinum niður Árgil í lystigarðinn, þar í gegnum marklínuna í Breiðumörk. Þá er snúið við og sami hringur hlaupinn tvisvar sinnum.

  Það er við öllu að búast á þessari leið og veður getur breyst með litlum fyrirvara. Það er því nauðsynlegt að hlaupa með allan skyldubúnað og vera við öllu búin.

  Hæðarlýsing og landslag með drykkjarstöðvum:

  Hengill Ultra stöðvar
  Hengill Ultra terrain

Hengill Ultra 106K
Vanir hlauparar
106 km Vanir hlauparar
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
            af leið
106 km
Dagssetning
9. júní 2023
Ræsing
18:00

Leið fyrir mjög vana hlaupara.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald: 36.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 1. janúar 2023: 29.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 33.900,- kr.
  • Skráningu lýkur: kl. 23:59 þann 25. maí 2023
  • Skoðaðu skráða keppendur 

  Innifalið í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, matur og drykkur í brautunum, þátttökumedalía og sérmerkt 106 km “Finisher“ húfa. Glaðningur frá Ölpunum, máltíð að keppni lokinni og aðgangur að sjúkranuddara og hjúkrunarfræðingi fylgir einnig skráningu í þennan flokk.

 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  106km hlaupið er ræst í Breiðumörk, aðalgötunni í Hveragerði, við ráðhús bæjarins. Hlaupið er framhjá Skyrgerðinni, gegnum lystigarðinn og upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er skógarstígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn hlaupinn inn í dalinn í átt að íþróttahúsinu þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá og Dalakaffi innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Þá er haldið upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á gönguslóða að Ölkelduhálsi þar til komið er að vegvísi sem vísar á Sleggjubeinsskarð á blá-stikaðri leið. Við vegvísinn er farið niður á línuveg og þá að drykkjarstöð.

  Eftir drykkjarstöð er línuvegi fylgt. Sú leið er hlaupin sem liggur um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal. Rétt innan við Þrengslin þarf að taka vinstri beygju af stígnum yfir lækinn og á vegslóðann sem liggur inn dalinn og af honum niður í Sleggjubeinsskarð, þar sem er drykkjarstöð og salerni. Hlaupin er sama leið upp í skarðið aftur en þá tekin vinstri beygja inn á svart-stikaða leið sem liggur á kambinum milli Innstadals og Húsmúla. Sá hryggur er hlaupinn alveg upp á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punktur Hengilssvæðisins (810m). Mikið og gott útsýni er af Skeggja í góðu veðri og unnt að virða fyrir sér fjallahring Þingvallasvæðisins og inn á hálendið. Af Skeggja er farin sama leið niður en stuttu eftir niðurleiðina er haldið áfram stikaða leið í suður og hlaupið á heiðum Hengilsins. Þar er fljótlega komið að vegvísi sem bendir á Innstadal og honum fylgt niður þar til komið er að kofa innst í dalnum.

  Stígum er fylgt þar til komið er inn á sömu leið og farin var inn í dalinn. Hlaupin er sama leið til baka að drykkjarstöð og þá að vegvísi við Ölkelduháls. Þá farin sama leið niður að Klambragili. Reykjadalurinn er hlaupinn sömu leið niður í Hveragerði, meðfram hamrinum niður Árgil í lystigarðinn, þar í gegnum marklínuna í Breiðumörk. Þá er snúið við og sami hringur hlaupinn aftur.

  Það er við öllu að búast á þessari leið og veður getur breyst með litlum fyrirvara. Það er því nauðsynlegt að hlaupa með allan skyldubúnað og vera við öllu búin.

  Hæðarlýsing og landslag með drykkjarstöðvum:

  Hengill Ultra stöðvar

  Hengill Ultra terrain

Hengill Ultra 53K
Vanir hlauparar
53 km Vanir hlauparar
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
            af leið
53 km
Dagssetning
10. júní 2023
Ræsing
08:00

53 kílómetrar yfir holt og hæðir. Krefjandi braut sem gaman er að sigra.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald: 29.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 1. janúar 2023: 22.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 25.900,- kr.
  • Skoðaðu skráða keppendur 

  Innifalið í mótsgjaldi er matur og drykkur í brautunum, þátttökumedalía og sérmerkt 53 km “Finisher“ húfa. ásamt máltíð að keppni lokinni.

 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  53km hlaupið er ræst í Breiðumörk, aðalgötunni í Hveragerði, við ráðhús bæjarins. Hlaupið er framhjá Skyrgerðinni, gegnum lystigarðinn og upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er skógarstígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn hlaupinn inn í dalinn í átt að Hamarshallarsvæðinu þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá og Dalakaffi innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Þá er haldið upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á gönguslóða að Ölkelduhálsi þar til komið er að vegvísi sem vísar á Sleggjubeinsskarð á blá-stikaðri leið. Við vegvísinn er farið niður á línuveg og þá að drykkjarstöð.

  Eftir drykkjarstöð er línuvegi fylgt. Sú leið er hlaupin sem liggur um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal. Rétt innan við Þrengslin þarf að taka vinstri beygju af stígnum yfir lækinn og á vegslóðann sem liggur inn dalinn og af honum niður í Sleggjubeinsskarð, þar sem er drykkjarstöð og salerni. Hlaupin er sama leið upp í skarðið aftur en þá tekin vinstri beygja inn á svart-stikaða leið sem liggur á kambinum milli Innstadals og Húsmúla. Sá hryggur er hlaupinn alveg upp á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punktur Hengilssvæðisins (810m). Mikið og gott útsýni er af Skeggja í góðu veðri og unnt að virða fyrir sér fjallahring Þingvallasvæðisins og inn á hálendið. Af Skeggja er farin sama leið niður en stuttu eftir niðurleiðina er haldið áfram stikaða leið í suður og hlaupið á heiðum Hengilsins. Þar er fljótlega komið að vegvísi sem bendir á Innstadal og honum fylgt niður þar til komið er að kofa innst í dalnum.

  Stígum er fylgt þar til komið er inn á sömu leið og farin var inn í dalinn. Hlaupin er sama leið til baka að drykkjarstöð og þá að vegvísi við Ölkelduháls. Þá farin sama leið niður að Klambragili. Reykjadalurinn er hlaupinn sömu leið niður í Hveragerði, meðfram hamrinum niður Árgil í lystigarðinn, þar í gegnum marklínuna í Breiðumörk.

  Það er við öllu að búast á þessari leið og veður getur breyst með litlum fyrirvara. Það er því nauðsynlegt að hlaupa með allan skyldubúnað og vera við öllu búin.

  Hæðarlýsing og landslag með drykkjarstöðvum:

  Hengill Ultra Stöðvar

  Hengill Ultra terrain

Hengill Ultra 26K
Krefjandi leið
26 km Krefjandi leið
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
            af leið
26 km
Dagssetning
10. júní 2023
Ræsing
13:00

26 kílómetrar yfir holt og hæðir. Þessi leið er krefjandi og ekki fyrir byrjendur

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald: 15.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 1. janúar 2023: 10.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 13.900,- kr.
  • Skoðaðu skráða keppendur 

  Innifalið í mótsgjaldi er matur og drykkur í brautunum, þátttökumedalía ásamt máltíð að keppni lokinni.

   

 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  26km hlaupið er ræst í Breiðumörk, aðalgötunni í Hveragerði, við ráðhús bæjarins. Hlaupið er framhjá Skyrgerðinni, gegnum lystigarðinn og upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er skógarstígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn hlaupinn inn í dalinn í átt að Hamarshallarsvæðinu þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá og Dalakaffi innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Þá er haldið upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á gönguslóða að Ölkelduháls þar sem er drykkjarstöð. Síðan er sama leið hlaupin til baka og í endað í markinu í Breiðumörk þar sem hlaupið var ræst.

  Það er við öllu að búast á þessari leið og veður getur breyst með litlum fyrirvara. Það er því nauðsynlegt að vera við öllu búin.

Hengill Ultra 10K
Skemmtiskokk
10 km Skemmtiskokk
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
            af leið
10 km
Dagssetning
10. júní 2023
Ræsing
10:00

Skemmtileg leið fyrir skemmtiskokk

Hengill Ultra 5K
Byrjendur
5 km Byrjendur
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
            af leið
5 km
Dagssetning
10. júní 2023
Ræsing
14:00

Frábær leið fyrir alla fjölskylduna. Byrjendur sem helgarskokkarar takið höndum saman!

Hengill Ultra 53K - Miðnætti
Vanir hlauparar
53 km Vanir hlauparar
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
            af leið
53 km
Dagssetning
9. júní 2023
Ræsing
18:00
Miðnæturhlaup

53 kílómetrar yfir holt og hæðir. Þessi leið er ekki fyrir óvana.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald: 29.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 1. janúar 2023: 22.900,- kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 25.900,- kr.
  • Skráningu lýkur: kl. 23:59 þann 5. júní 2023
  • Skoðaðu skráða keppendur 

  Innifalið í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, vöktun, matur og drykkur í brautinni, þátttökumedalía og sérmerkt 53 km “Finisher“ húfa ásamt máltíð að keppni lokinni.

 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  53km hlaupið er ræst í Breiðumörk, aðalgötunni í Hveragerði við ráðhús bæjarinns. Hlaupið er framhjá Skyrgerðinni, gegnum lystigarðinn og upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er skógarstígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn hlaupinn inn í dalinn í átt að íþróttahúsinu þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá og Dalakaffi innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Þá er haldið upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á gönguslóða að Ölkelduhálsi. , þar til komið er að vegvísi sem vísar á Sleggjubeinsskarð á blá-stikaðri leið. Við vegvísin er farið niður á línuveg og þá að drykkjarstöð.

  Eftir drykkjarstöð er línuveg fylgt. Sú leið er hlaupin sem liggur um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal. Rétt innan við Þrengslin þarf að taka vinstri beygju af stígnum yfir lækinn og á vegslóðann sem liggur inn dalinn og af honum niður í Sleggjubeinsskarð, þar sem er drykkjarstöð og salerni. Hlaupin er sama leið upp í skarðið aftur en þá tekin vinstri beygja inn á svart-stikaða leið sem liggur á kambinum milli Innstadals og Húsmúla. Sá hryggur er hlaupinn alveg upp á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punktur Hengilssvæðisins (810m). Mikið og gott útsýni er af Skeggja í góðu veðri og unnt að virða fyrir sér fjallahring Þingvallasvæðisins og inn á hálendið. Af Skeggja er farin sama leið niður en stuttu eftir niðurleiðina er haldið áfram stikaða leið í suður og hlaupið á heiðum Hengilsins. Þar er fljótlega komið að vegvísi sem bendir á Innstadal og honum fylgt niður þar til komið er að kofa innst í dalnum.

  Stígum er fylgt þar til komið er inn á sömu leið og farin var inn í dalinn. Hlaupin er sama leið til baka að drykkjarstöð og þá að vegvísi við Ölkelduháls. Þá farin sama leið niður að Klambragili. Reykjadalurinn er hlaupinn sömu leið niður í Hveragerði, meðfram hamrinum niður Árgil í lystigarðinn, þar í gegnum marklínuna í Breiðumörk.

  Hæðarlýsing og landslag með stöðvum:

  Hengill Ultra stöðvar

Hengill Ultra 26K - Miðnætti
Krefjandi leið
26 km Krefjandi leið
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
            af leið
26 km
Dagssetning
9. júní 2023
Ræsing
21:00
Miðnæturhlaup

26 kílómetrar yfir holt og hæðir. Þessi leið er krefjandi.

Hengill Ultra 10K - Miðnætti
Skemmtiskokk
10 km Skemmtiskokk
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
            af leið
10 km
Dagssetning
9. júní 2023
Ræsing
22:00
Miðnæturhlaup

Skemmtileg leið fyrir skemmtiskokk.

Upplýsingar og efni

Umgjörð

Dagskrá

Það verður nóg um að vera í blómabænum Hveragerði í kringum keppnina. Kynntu þér Umgjörðina hér.

Nánar hérna

Reglur

Reglurnar okkar eru fyrst og fremst ætlaðar til að passa upp á öryggi þátttakenda. Kynntu þér reglurnar.

Nánar hérna

Skilmálar

Miklvægt að kynna sér þetta og hafa á hreinu svo allir séu sáttir og í gír. Lestu skilmálana.

Nánar hérna


Spurt & Svarað

 • Hvenær verða mótsgögn afhent?

  Afhending mótsgagna 2023 verður í versluninni Alparnir, Faxafeni 12, 108 Reykjavík
  15% afsláttur verður af öllum vörum í Ölpunum fyrir hlaupara sem sækja á miðvikudag eða fimmtudag.

  Miðvikudagur 7. júní, Reykjavík
  Kl. 12:00-18:00 Afhending gagna í Ölpunum, Faxafeni 12
  Kl. 18:00-18:30 Brautarkynning í Ölpunum í streymi á Facebook

  Fimmtudagur 8. júní, Reykjavík
  Kl. 12:00-18:00 Afhending gagna í Ölpunum, Faxafeni 12

  Föstudagur 9. júní Hveragerði
  Kl. 17:00-23:00 Afhending gagna í Expó höllinni, íþróttahúsinu Hveragerði

  Laugardagur 10. júní Hveragerði
  Kl. 07:00-14:00 Afhending gagna í Expó höllinni, íþróttahúsinu Hveragerði

 • Hvað er ITRA?

  ITRA eða „International Trail Running Association“eru alþjóðleg samtök utanvegahlaupara og ráðgefandi aðili Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins (WA) í utanvegahlaupum.  ITRA sér um vottun utanvegahlaupa og fyrir þátttöku í slíkum hlaupum geta hlauparar áunnið sér bæði ITRA punkta og ITRA stig.  ITRA punktar eru gefnir öllum hlaupurum sem klára viðkomandi hlaup burtséð frá lokatíma.  ITRA punktar geta verið frá 1 og upp í 6.   ITRA stig eru gefin hlaupurum eftir því hversu hratt þeir hlaupa viðkomandi hlaup. Stigin geta verið frá 100 til 1000.  Vegið meðaltal ITRA stiga viðkomandi hlaupara myndar síðan svokallaðan „árangursstuðul“ = Performance Index.  Þessi stuðull segir í raun til um getu hlauparans í utanvegahlaupum þar sem bestu hlauparar heims eru með hæsta „árangursstuðulinn“.

  Nánari upplýsingar má finna hér.

 • Er hægt að breyta nafni og skráningu?

  Hægt er að gera nafnabreytingu á skráningu á meðan rafræn skráning er opin. Ekki er hægt að geyma þátttökugjöld keppna fram á næsta ár og gjöld eru ekki endurgreidd.

 • Hvað með Víkingasveitina og hvernig verður maður Járnvíkingur og Íslandsvíkingur?

  VÍKINGASVEITIN
  Með því að taka þátt og ljúka einhverri vegalengd í öllum keppnunum í sumar komast þátttakendur í VÍKINGASVEITINA.

  ÍSLANDS-VÍKINGUR
  Ætli þátttakendur sér nafnbótina ÍSLANDS VÍKINGUR þá þurfa þátttakendur að klára 59km í KIA Gullhringnum, 28km í NOW Eldslóðinni, 26km í Salomon Hengil Ultra &  23km í Landsnet MTB keppnisflokki. Þátttakendur mega fara lengri vegalengdir en ekki styttri til að ná því að verða Íslands Víkingur.

  JÁRN-VÍKINGUR
  Að komast í hóp JÁRN VÍKINGA er heldur flóknara verkefni. Þá er verkefnið að klára 59km í KIA Gullhringnum, 28km í NOW Eldslóðinni, 56km í Salomon Hengil Ultra og 23km í Landsnet MTB keppnisflokki. Þátttakendur mega fara lengri vegalengdir en ekki styttri til að ná því að verða Járn Víkingur.

 • Hvað um endurgreiðslur?

  Þátttökugjöld í Hengil Ultra eru ekki endurgreidd. Ef Hengill Ultra fer ekki fram vegna ófyrirsjáanlegra atburða, svo sem náttúruhamfara, veðurs o.s.frv., munu greidd þátttökugjöld í keppnina ekki verða endurgreidd. Lestu meira um skilmála keppninnar hér.

KIA Gullhringurinn

Nytsamlegt & Nauðsynlegt!

Víkingamóta Verslunin

Vertu flott/ur í Víkingamóta varningi! Við byrjum á því að bjóða upp á gæða boli merktum KIA Gull og Hengil Ultra keppnunum ásamt afar handhægum drykkjarílátum merktum Víkingamótunum. Tilvalið fyrir þau sem vilja eiga minjagrip um góðar stundir í góðum félagsskap og minnast árangursins og keppnisdagsins.

Við prentum í takmörkuðu upplagi fyrir hvert keppnisár og erum ekkert að grínast með fyrsta droppið þar sem við erum með gyllt merki til boða!

Gríptu þitt eintak úr fyrsta upplagi á meðan birgðir endast!

Verslaðu hérna

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2023
Website by: Gasfabrik