Hengill Ultra – Skilmálar

Skilmálar sem þátttakendur þurfa að undirrita við afhendingu gagna

Með undirritun minni staðfesti ég eftirfarandi:

Ég er í nægilega góðu ástandi bæði líkamlega og andlega til að taka þátt í og ljúka Hengill Ultra 53K á innan við 12 klst og Hengil Ultra 106K á innan við 22 klst.

Þátttakendur í Hengill Ultra 106K þurfa að klára fyrri hring innan 10 klst og seinni hring innan 12 klst. Tímamörk eru 22 klst.

Ég staðfesti að ég hef áttað mig á erfiðleikastigi hlaupanna sem liggur um hálendi Íslands þar sem veður getur verið slæmt og færð erfið. 

Ég hef kynnt mér tímamörk sem gilda í hlaupinu fyrir ræsingu hlaupsins. Ég veit að allir þeir sem ekki ná tímamörkum verða stöðvaðir (án undanþágu).

Ég skil að hlutverk framkvæmdaaðila og starfsmanna hlaupsins felst ekki í að „bjarga“ þátttakendum sem ekki eru nægjanlega vel undirbúnir m.t.t. hlaupaþjálfunar, næringu eða hvort þá vanti viðeigandi útbúnað. Öryggi hvers hlaupara er á hans eigin ábyrgð og hann þarf að hafa færni til að takast á við óvæntar aðstæður.

Ég hef lesið og skilið reglur Hengils Ultra og samþykki þær.

Ég samþykki að fara eftir þeim leiðbeiningum sem starfsmenn hlaupsins leggja til og þigg þá aðstoð sem þeir álíta að þurfi vegna öryggis míns og annarra.

Sem þátttakandi í Hengill Ultra afsala ég mér öllum rétti til skaðabóta frá skipuleggjendum Hengill Ultra, starfsmönnum og öðrum samstarfsaðilum hlaupsins, vegna meiðsla, veikinda, slyss, eða annarra ófyrirsjáanlegra atvika sem ég gæti orðið fyrir í Hengil Ultra.

Viðurlög

Þátttakendur sem ekki fara eftir reglum hlaupsins eiga á hættu að verða skráðir úr hlaupinu.

Þeir sem ekki fara eftir settum fyrirmælum verða ábyrgir fyrir þeim kostnaði sem til fellur við leit og/eða umönnun björgunarsveita og annarra starfsmanna.

Réttur skipuleggjenda Hengill Ultra

Skipuleggjendur eru ekki ábyrgir fyrir utanaðkomandi áhrifum á hlaupara. Það á við um veður, náttúruhamfarir, umferð fólks og farartækja eða annað óvænt sem getur haft áhrif á þátttakendur.

Skipuleggjendur geta afskráð og stöðvað þátttakanda sem ekki er í fatnaði eða hefur yfir að ráða nauðsynlegum búnaði sem hæfir aðstæðum.

Skipuleggjendur geta afskráð og vísað úr hlaupinu hverjum þeim sem skapar hættu fyrir sjálfan sig og/eða aðra eða fer ekki eftir reglum hlaupsins.

Skipuleggjendur eru ekki ábyrgir fyrir veikindum eða slysum þátttakenda, til og frá mótsstað og meðan á hlaupi stendur. Þátttakendur eru hvattir til að leita aðstoðar starfsmanna hlaupsins ef slys eða veikindi koma upp. 

Þátttakendur eru alltaf á eigin ábyrgð þrátt fyrir að þeir þiggji aðstoð starfsfólks hlaupsins.

Skipuleggjendur áskilja sér rétt til að aflýsa hlaupinu með stuttum fyrirvara vegna veðurs eða annarra ófyrirsjáanlegra ástæðna sem geta skapað hættu fyrir þátttakendur.

Kærur

Þátttakendur sem telja að á sér hafi verið brotið geta lagt fram kæru til mótshaldara.

Kæra þarf að berast skriflega til hlaupstjóra á meðan hlaupið stendur yfir.

Kæra vegna heildarúrslita í karla- og kvenna flokki þarf að berast í síðasta lagi kl. 20:00 daginn eftir hlaupadag.

Skyldubúnaður

Búnaðarlist fyrir Hengil Ultra Trail 106K 

• Bakpoki sem tekur allan skyldubúnað í hlaupinu. 
• Farsími/snjallsími (setja símanúmer öryggisstjóra í minni), það á að vera kveikt á símanum á meðan á þátttakandi er í brautinni. Síminn á að vera fullhlaðinn í byrjun hlaups.
• Plast/gúmmí glas til að drekka úr.
• Flöskur eða vatnsblaðra sem tekur minnst 1 lítra.
• Höfuðljós með auka rafhlöðum. Mælt með því að ljós séu vatnsheld og minnst 200 lumen.
• Álteppi 1.4 x 2 metrar.
• Flauta (neyðarflauta).
• Íþróttateip, hægt að nota sem plástur eða til að vefja.
• Matur – Minnst 800 kcal (gel, orkustykki o.s.frv.).
• Jakki með áfastri hettu. Vatns- og vindheldur jakki sem andar. Þátttakandi ber ábyrgð á því að jakki sé í lagi, þ.e. sé bæði vind- og vatnsheldur.
• Síðar buxur eða hlaupabuxur EÐA buxur og kálfapressur sem ná saman.
• Derhúfa eða Buff®.
• Húfa.
• Auka bolur, hlýr síðerma (ekki bómull). eða bolur. o Má vera vindheldur jakki. Hann kemur ekki í stað vind-og vatnshelds jakka.
• Hanskar/vettlingar
• Vatnsheldar utanyfirbuxur 

Búnaðarlisti fyrir Hengil Ultra Trail 53K 

• Farsími/snjallsími (setja símanúmer öryggisstjóra í minni), það á að vera kveikt á símanum á meðan á þátttakandi er í brautinni. Síminn á að vera fullhlaðinn í byrjun hlaups.
• Plast/gúmmí glas til að drekka úr.
• Álteppi 1.4 x 2 metrar.
• Flauta (neyðarflauta). 
• Jakki með áfastri hettu. Vatns- og vindheldur jakki sem andar. Þátttakandi ber ábyrgð á því að jakki sé í lagi, þ.e. sé bæði vind- og vatnsheldur.
• Vatnsheldar utanyfirbuxur


* Hlauphaldari áskilur sér rétt að draga úr þeim skyldubúnaði sem hlaupari þarf að bera með sér í ljósi aðstæðna og veðurs á keppnisdegi.

Smelltu hér til þess að lesa reglur um þátttöku í Hengil Ultra

Skráningarferli UTMB

Skráningarferli UTMB breytist frá árinu 2021. Kynntu þér breytingarnar á myndinni fyrir neðan.

Skráningarferli UTMB

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

19.05.2024

Uppselt í 26km

12.05.2024

Chema Martínes heiðursgestur 53K

01.12.2023

Skráning í Hengil Ultra hefst í dag

23.09.2023

Dagskrá NOW Eldslóðin 2023

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik