Hengill Ultra Umgjörð

Heilmargt í boði

Í íþróttahúsinu í Hveragerði er skiptiaðstaða fyrir hlaupara í 106K hlaupi og aðstaða til að geyma tösku. Þeir hlauparar hafa einnig aðgang að sjúkranuddara eftir keppni. Hjúkrunarfræðingur athugar heilsu keppenda í þessum vegalengdum eftir hlaup.

Allir keppendur hafa aðgang að hjúkrunarfræðingi ef á þarf að halda. Allir keppendur fá frítt í sund í Hveragerði en sundlaugin í Laugaskarði er rómuð bæði fyrir staðsetningu, byggingastíl og heita vatnið sem beinlínis sprettur þar uppúr jörðinni. Eftir keppni er keppendum boðið í mat.

Tímatökubúnaður verður notaður og allir hlauparar hlaupa með tímatökuflögur. Þá hafa allir þátttakendur sem hefja hlaup tækifæri á að detta í lukkupottinn og fá brautarvinninga. Hverjir þá fá verður tilkynnt þegar viðkomandi kemur í mark. Allir þátttakendur fá þátttökumedalíur, þannig að allir fá eitthvað til minningar um þátttökuna í þessu mikla afrekshlaupi.

Reglur í Hengil Ultra Trail má finna hér.

Dagskrá 2024

Hengill Ultra Trail Ísland dagskrá 2024
Upplýsingar um Hengil Ultra Trail á Íslandi 2024

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

07.06.2024

Dagskrá 2024

28.05.2024

Upplýsingafundur um 10K og 5K í dag

28.05.2024

Snjór í efstu hlaupaleiðum

19.05.2024

Uppselt í 26km

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik