Hengill Ultra Umgjörð
Heilmargt í boði
Í íþróttahúsinu í Hveragerði er skiptiaðstaða fyrir hlaupara í 50 og 100 kílómetra hlaupum og aðstaða til að geyma tösku fyrir þá. Þeir hafa einnig aðgang að sjúkranuddara eftir keppni. Læknir eða hjúkrunarfræðingur athugar heilsu alla keppenda í þessum vegalengdum eftir hlaup.
Allir keppendur hafa aðgang að lækni og hjúkrunarfræðingi. Allir keppendur fá ávísun í sund í Hvergarði en sundlaugin er rómuð bæði fyrir staðsetningu, byggingastíl og heita vatnið sem beinlínis sprettur þar uppúr jörðinni. Eftir keppni er öllum keppendum boðið í hamborgarapartý á „The Finish Line Burger Joint” sem er besta POP-UP borgarabúllan á landinu. Þar verða gæða borgara frá SS og drykkir frá CCEP í boði. Verðlaunaafhending fyrir keppendur og aðstandendur verður svo kl 16:00.
Tímatökubúnaður verður notaður og allir hlauparar hlaupa með tímatökuflögur. Þá er verður einnig dregið úr glæsilegum brautarvinningum í verðlaunaafhendingunni. Þannig að allir fá eitthvað til minningar um þátttökuna í þessu mikla afrekshlaupi.
Slagorð hlaupsins er „Allir hlaupa, allir vinna og allir velkomnir“
Þátttaka í 53 og 106 kílómetra vegalengdunum í Salomon Trail Hengill Ultra tryggir keppendum UTMB punkta. Fjöldi hlaupara kemur erlendis frá til að taka þátt í Salomon Trail Hengill Ultra því slíkir þátttöku-punktar bjóðast ekki hvar sem er í heiminum.
Samstarfið við UTMB hefur gengið vel og við erum stolt af því sem og samstarfi okkar við ITRA, International Trail Running Association.
Þátttaka í Salomon Trail Hengill Ultra tryggir keppendum eftirfarandi fjölda punkta:
- Þátttaka í 53KM hlaupinu tryggir keppendum 2 UTMB punkta
- Þátttaka í 106KM hlaupinu tryggir keppendum 4 UTMB punkta
Reglur í Hengil Ultra Trail 2022 má finna hér.
Dagskrá
Dagskrá keppninnar mun birtast hér þegar nær dregur keppni.