Næsta keppni
11. september 2021
Dagar
Klst
Mín
Scroll down
 Landsnet MTB Logo

Spennandi fjallahjólakeppni!

Landsnet MTB

Víkingamótin

Landsnet MTB er æsispennandi fjallahjólakeppni sem fer fram í upplandi Kópavogs, Hafnafjarðar og á svæðinu í kringum Helgarfell.

Við stefnum að því að hafa eitthvað fyrir alla í ár og erum að þróa nýjar brautir í samvinnu við Magne Kvam hjá Ice Bikes. Magne hefur brennandi áhuga á útivist og að finna nýjar og krefjandi leiðir til þess að hjóla. Hann og kumpánar stofnuðu Ice Bikes árið 2006 og hafa skipulagt þrælflotta leiðangra og hjólaferðir víðsvegar um Ísland síðan.

Það er ekkert sem jafnast á við að beygja af malbikinu yfir í að hjóla í náttúru Íslands og finna tenginguna sem fylgir því!

Nýju brautirnar verða kynntar núna í maí. Fylgstu með fréttum af vefnum og á samfélagsmiðlum! #vikingamotin

Skoðaðu keppnirnar

Hjólaðu í náttúru Íslands

  • Stígðu fyrsta skrefið
  • Settu í annan gír
  • Njóttu samverunnar
  • Bættu metið
  • Sigraðu sjálfan þig
  • Komdu í mark!
Landsnet MTB

Leiðir & Kort

Við erum í óða önn að skipuleggja nýjar og spennandi brautir fyrir Landsnet MTB 2021! Í ár höfum við tekið samstarfi við Magne Kvam hjá Ice Bikes sem hefur 20 ára reynslu að baki í leiðar og brautar smíðum. Við hlökkum mikið til að kynna brautirnar fyrir ykkur. Fylgist með hérna á síðunni, við stefnum á að kynna brautirnar í maí! #vikingamotin

Nytsamlegt & Nauðsynlegt!

Víkingamóta Verslunin

Innan skamms munum við bjóða upp á skemmtilegar vörur tengdar Víkingamótunum. Þetta verða sérvaldar og vandaðar merkjavörur frá samstarfsaðilum okkar eins og Salomon, 66 North, Specialized o.flr.  Einnig bjóðum við upp á vörur merktar Víkingamótunum fyrir þá sem vilja eiga minjagrip um góðar stundir í góðum félagsskap. Við munum bæði hafa vörur til sölu á keppnisdögum sem og hérna á vefnum.

Fylgstu með okkur hérna á síðunni og á samfélagsmiðlum!

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2021
Website by: Gasfabrik