Fyllist óðum í 26km miðnæturhlaupið
Næsta sumar verður boðið upp á nýjar útgáfur eða flokka í Salomon Hengill Ultra Trail 2022. Í boði verða miðnætur útgáfur af 10 km, 26km og 53 km vegalengdunum. Takmarkaðar skráningar eru í boði og nú þegar eru einungis um fimmtíu skráningar lausar í 26km miðnæturhlaupið. Það er því um að gera að hafa hraðar hendur til að missa ekki af þessari einstöku upplifun.
Ræsing miðnæturhlaupin verður klukkan 22:00 föstudagskvöldið 3. júní og verða aðeins 100 keppendur í 26km og 53km og 200 keppendur í 10km brautina en sú braut var kynnt ný inn í sumar og sló rækilega í gegn enda mikil ævintýra.
Fyrst og fremst er þetta hugsað sem vöruþróun og aukin fjölbreytni fyrir okkar fjölmörgu fasta hlaupara. Um leið dreifir þetta álaginu á brautina og tryggir þeim sem leggja upp í 106 km hlaupið á sama tíma félagsskap í brautinni.
Skráning er hafin í miðnæturhlaupin sem og í aðra flokka í Salomon Hengill Ultra Trail 2022
Nánari upplýsingar um nýju flokkana:
HENGILL MIÐNÆTUR FLOKKAR
3. JÚNÍ 2022 KL. 22:00
10KM / 26KM / 53KM
HENGILL MIDNIGHT 10 KM
10 km (hámark 200 þátttakendur)
Dagsetning 3. júní 2022
Ræsing 22:00
Skráningargjald: 7.900,- kr.
Innifalið í mótsgjaldi er þátttökumedalía og máltíð að lokinni keppni.
HENGILL MIDNIGHT 26 KM
26 km (hámark 100 þátttakendur)
Dagsetning 3. júní 2022
Ræsing 22:05
Skráningargjald: 13.900,- kr.
Innifalið í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, vöktun, matur og drykkur í brautunum og vegleg þátttökumedalía
HENGILL MIDNIGHT 53 KM
53 km (hámark 100 þátttakendur)
Dagsetning 3. júní 2022
Ræsing 22:10
Skráningargjald: 25.900,- kr.
Innifalið í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, vöktun, matur og drykkur í brautunum. Vegleg þátttökumedalía og sérmerkt 50km “Finisher“ húfa. Glaðningur frá Ölpunum er einnig innifalin í mótsgjaldi ásamt máltíð að keppni lokinni.