Skráning hafin í KIA Gullhringinn 2022

KIA Gullhringurinn 2022
KIA Gullhringurinn 2022

Skráning í KIA Gullhringinn er hafin og það stefnir í sannkallaða stórhátíð hjólreiðanna á Selfossi helgina 7. til 10. júlí 2022. Eftir frábæra keppni á Selfossi í samstarfi við bæjaryfirvöld síðasta sumar er ljóst að keppnin er komin þangað til að vera. Nú stendur til að stækka hátíðina úr einum keppnisdegi í þrjá daga sem munu sannarlega setja svip sinn á bæinn. Laugardagurinn verður sem fyrr aðal keppnisdagurinn en þá fara fram A og B flokks keppnirnar og samhjólsflokkur. Á sunnudagsmorguninn fer fjölskyldusamhjól keppninnar fram en það er 12 km hringur sem Selfossbúar hafa hjólað sér til heilsubótar og skemmtunar í áratugi.

9. júlí – Villingar, A keppnisflokkur, 59km
9. júlí – Gaulverjar, B keppnisflokkur, 43km
9. júlí – Flóaáveitan, án tímatöku, rafmagnshjól velkomin, 43km

10. júlí – Votmúlahringurinn, án tímatöku, rafmagnshjól velkomin, 12 km

Nýjungin sem beðið er eftir hjá hjólreiðafólki er KIA ELITE flokkurinn. Þar er um að ræða þriggja dagleiða áfangakeppni eða svokallaða Stage keppni. Sú keppni er eingöngu hugsuð fyrir vana keppendur í hjólreiðum.

KIA ELITE
7. júlí – Criterium hringur
9. júlí – Keppnishringur 96km
10. júlí -Time Trial keppni 8km

Eingöngu verður hægt að keppa í Elite flokki undir þessum formerkjum. Það er að segja ekki er hægt að keppa í einstakri keppni heldur verður að taka þátt í þeim öllum. Lokahóf og verðlaunaafhending verða í nýja miðbænum á Selfossi sunnudaginn 10. júlí.

Verðlaunaafhending fyrir laugardagskeppnirnar fer fram á laugardagskvöldið en það verður sannkallað hjólafestival í miðbænum það kvöld með dagskrá og veitingum í tengslum við keppnina. Öllum keppendum er boðið í sund og sturtu í Sundhöll Selfoss.

Skráning

Nánar um KIA Gullhringinn

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

23.09.2023

Dagskrá NOW Eldslóðin 2023

30.08.2023

Landsnet MTB viðburður færður vegna veðurs

30.08.2023

NOW Eldslóðin færð vegna veðurs

26.06.2023

KIA Gullhringurinn á Selfossi um helgina

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2023
Website by: Gasfabrik