Landsnet MTB – Reglur

Reglur væntanlegar

Að auki við skilmála og keppnisreglur Landsnet MTB skulu allir keppendur skuldbinda sig til að:

  1. Hafa stundað viðeigandi þjálfun til að ljúka keppni innan tímamarka.
  2. Stunda heiðarlega keppni og fylgja settri leið skipuleggjenda.
  3. Bera virðingu fyrir náttúrunni og henda ENGU rusli á leiðinni nema við drykkjarstöðvar í ruslatunnur.
  4. Klæða sig eftir veðri og veðurspá.
  5. Hafa með sér næga næringu og vökva til að klára keppnina.
  6. Sýna öðrum keppendum og vegfarendum í brautinni virðingu og tillitssemi á leiðinni.
  7. Hafa keppnisnúmer ávallt sýnileg allan tímann.
  8. Keppendum ber að aðstoða aðra keppendur í neyð og þar til önnur viðeigandi hjálp hefur borist.
  9. Keppnisstjóri og framkvæmdastjórn keppninnar ber ekki ábyrgð á keppendum vegna utanaðkomandi þátta eins og veðri eða náttúruhamfara (Force Majeure).
  10. Keppendur eru á eigin ábyrgð í keppninni en eru hvattir til að leita viðeigandi aðstoðar ef um slys eða veikindi koma upp.
  11. Keppnisstjóri getur vísað öllum frá keppni sem fylgja ekki settum reglum.
  12. Keppnisstjóra er heimilt að aflýsa eða stöðva keppnina vegna ófyrirsjáanlegra utanaðkomandi aðstæðna.

FYRIRVARAR:
*Mótstjórn áskilur sér rétt á því að breyta brautinni fram að keppni.
*Mótstjórn áskilur sér einnig rétt til að stytta brautina ef veður aðstæður á keppnisdegi kalla á styttri keppni.
*Ákvarðanir um breytingar eru teknar með öryggi og upplifun þátttakenda að leiðarljósi.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik