Næsta keppni
2. september 2023
Skráning hefst fljótlega
Scroll down
 NOW Eldslóðin Logo

Utanvegahlaup í náttúru Íslands

NOW Eldslóðin

Víkingamótin

Eldslóðin er utanvegahlaup í fallegri og stórbrotinni náttúru Íslands, við borgarmörk.

Hlaupið er frá Vífilsstaðavatni, inn að Búrfellsgjá, þar upp að Helgafelli og aftur til baka að Vífilsstöðum.

Keppnisbrautin er hugsuð þannig að brautin sé áskorun fyrir lengra komna en um leið falleg og auðfarin, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum. Þá eru líka hugsaðar tvær styttri keppnisbrautir með það að leiðarljósi að í byrjun sumars geti þetta verið skemmtilegt hlaup þar sem byrjendur og lengra komnir geti átt frábæran dag saman í Heiðmörkinni.

Hægt er að hlaupa 5km, 9km og 28km. Einnig er boðið upp á liðakeppni sem er skipt upp þannig að fjórir keppendur hlaupa 28 km hringinn og gildir samanlagður tími þeirra í liðakeppni en að sjálfsögðu virkar tíminn þeirra líka sem einstaklings tími.

Eins og í öllum hinum Víkingamótunum, verður lögð áhersla á öryggi, umgjörð og gleði.

Skoðaðu keppnirnar

Hlauptu í náttúru Íslands

 • Stígðu fyrsta skrefið
 • Settu í annan gír
 • Njóttu samverunnar
 • Bættu metið
 • Sigraðu sjálfan þig
 • Komdu í mark!
Leiðir fyrir hlaupagarpa landsins

Leiðir & Kort

Brautirnar eru hannaðar í samstarfi við þaulvana utanvegahlaupara þ.á.m. Friðleif Friðleifsson ráðgjafa okkar og þjálfara landsliðs utanvegahlaupara Íslands. Hægt er að hlaupa 5km, 9km og 28km leið. Einnig er boðið uppá liðakeppni, þar sem fjórir hlauparar hlaupa 28km leiðina og gildir samanlagður tími þeirra. Brautin verður vel merkt og vöktuð.  Nokkrir millitímar verða teknir í brautinni til að auka upplýsingaflæði og um leið öryggi keppenda.

 Í lok hlaupsins fá allir keppendur þátttöku verðlaun og matargóðgæti.

2021 úrslit – NOW Eldslóðin

2020 úrslit – NOW Eldslóðin

Eldslóðin 5K
Byrjendur
5 km Byrjendur
106km <?php echo $textfieldMap; ?> af leið
5 km
Dagssetning
3. september 2022
Ræsing
13:30

Passleg leið fyrir byrjendur og áhugasama unga göngugarpa. Falleg leið í kringum Vífilsstaðavatnið fagra.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald til miðnættis 2. mars:  4.500 kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 2. september: 5.900 kr.

  Innifalið í mótsgjaldi er þátttökumedalía, matur og drykkur að keppni lokinni og aðgangur að vaktaðri geymslu fyrir búnaðartösku meðan á keppni stendur. 

 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  Eldslóðin er utanvegahlaup í fallegri og stórbrotinni náttúru Íslands við borgarmörkin.

  Hlaupið er frá Vífilsstöðum inn að Búrfellsgjá, þar upp að Helgafelli og aftur til baka að Vífilsstöðum.

  Keppnisbrautin er hugsuð þannig að brautin sé áskorun fyrir lengra komna en um leið falleg og auðfarin, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum. Um þrjár mismunandi brautir er að ræða og eru þær hannaðar til að bæði byrjendur og lengra komnir geti átt frábæran hlaupadag saman í Heiðmörkinni.

Eldslóðin 9K
Vanir hlauparar
9 km Vanir hlauparar
106km <?php echo $textfieldMap; ?> af leið
9 km
Dagssetning
3. september 2022
Ræsing
13:00

Hentar vanari hlaupagörpum eða þeim sem vilja skora á sig í lengra hlaup.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald til miðnættis 2. mars: 7.900 kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 2. september: 8.900 kr.

  Innifalið í mótsgjaldi er þátttökumedalía, matur og drykkur að keppni lokinni og aðgangur að vaktaðri geymslu fyrir búnaðartösku meðan á keppni stendur. 

 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  Eldslóðin er ræst við Vífilsstaði.  Hlaupaleiðin liggur að Vífilsstaðavatni og síðan er hlaupið rangsælis við vatnið í austurátt.  Við enda vatnsins er farið upp nýjan Z-stíg sem liggur að malarveginum við Grunnavatn.  Malarvegurinn er beinn og breiður og hann er hlaupinn til enda að svo kölluðum línuvegi þar er tekin hægri beygja og stefnan tekin á Vífilsstaðahlíð.  Þá kemur hægri beygja inn á stíg sem liggur ofan á Vífilsstaðahlíðinni og er sá stígur hlaupinn að útsýnispallinum efst í hlíðinni.  Við útsýnispallinn er vinstri beygja á stíg sem liggur aftur út á línuveginn.  Þegar komið er aftur út á línuveginn er hlaupið til hægri og niður alla brekkuna að drykkjarstöð.  Þar fara 9 km hlauparar til hægri og stefna niður alla Vífilsstaðahlíðina í átt að Garðabæ, fara í gegnum bílaplanið neðst í hlíðinni og inn á stíg sem liggur til hægri að Vífilsstaðavatni.  Þegar komið er að neðra bílaplaninu við Vífilsstaðavatn liggur leiðin aftur að Vífilsstöðum.

  Fylgist með brautarfundi í beinni útsendingu á Facebook , fimmtudaginn 1. september kl: 18:00 – 18:30.

   

   

Eldslóðin 28K
Vanir og afreks hlauparar
28 km Vanir og afreks hlauparar
106km <?php echo $textfieldMap; ?> af leið
28 km
Dagssetning
3. september 2022
Ræsing
12:00

Frábær hlaupaleið í kringum Helgafellið fyrir vana og afreks hlaupara.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald til miðnættis 2. mars: 10.900 kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 2. september: 12.900 kr.

  Innifalið í mótssgjaldi er þátttökumedalía, matur og drykkur að keppni lokinni og aðgangur að vaktaðri geymslu fyrir búnaðartösku meðan á keppni stendur. 

 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  Eldslóðin er ræst við Vífilsstaði.  Hlaupaleiðin liggur að Vífilsstaðavatni og síðan er hlaupið rangsælis við vatnið í austurátt.  Við enda vatnsins er farið upp nýjan Z-stíg sem liggur að malarveginum við Grunnavatn.  Malarvegurinn er beinn og breiður og hann er hlaupinn til enda að svo kölluðum línuvegi. Þar er tekin hægri beygja og stefnan tekin á Vífilsstaðahlíð.  Þá kemur hægri beygja inn á stíg sem liggur ofan á Vífilsstaðahlíðinni og er sá stígur hlaupinn að útsýnispallinum efst í hlíðinni.  Við útsýnispallinn er vinstri beygja á stíg sem liggur aftur út á línuveginn.  Þegar komið er aftur út á línuveginn er hlaupið til hægri og niður alla brekkuna að drykkjarstöð.  Þar fara 28 km hlauparar til vinstri og í átt að Búrfellsgjá og hlaupa uppeftir að trétröppum sem liggja niður á stíginn sem leiðir þá upp í Búrfellsgjá.  Þegar komið er á gígbarminn í gjánni er tekin hægri beygja og farið niður á stíg sem liggur í átt að Helgadal.   Í Helgadal er tekin skörp vinstri beygja á slóða sem liggur uppeftir í átt að Helgafelli.  Þar er komið á drykkjarstöð og nú eru hlauparar komnir á slóðann sem liggur í kringum Helgafell.  Á drykkjarstöðinni fara hlauparar til vinstri og inn í Valaból og hlaupa síðan áfram allan hringinn í kringum Helgafell og koma síðan aftur á sömu drykkjarstöð að því loknu. Þá er farið niður í Helgadal og sama leið hlaupin tilbaka að Vífilsstöðum.

  Fylgist með brautarfundi í beinni útsendingu á Facebook , fimmtudaginn 1. september kl: 18:00 – 18:30.

Eldslóð 4x28K
Liðakeppni - vanir og afreks hlauparar
4x28 km Liðakeppni - vanir og afreks hlauparar
106km <?php echo $textfieldMap; ?> af leið
4x28 km
Dagssetning
3. september 2022
Ræsing
12:00

Hér hlaupa fjórir keppendur sömu vegalengd og gildir samanlagður tími þeirra. Einstaklingstími gildir einnig fyrir hvern og einn.

 • Skráningargjald
  • Skráningargjald til miðnættis 2. mars: 10.900 kr.
  • Skráningargjald til miðnættis 2. september: 12.900 kr.

  Hér hlaupa fjórir keppendur sömu vegalengd og gildir samanlagður tími þeirra. Einstaklingstími gildir einnig fyrir hvern og einn hlaupara. Verð hér að ofan er fyrir einn þátttakanda.

  Innifalið í mótsgjaldi er þátttökumedalía, matur og drykkur að keppni lokinni og aðgangur að vaktaðri geymslu fyrir búnaðartösku meðan á keppni stendur. 

 • Gögn
 • Leiðarlýsing

  Eldslóðin er ræst við Vífilsstaði. Hlaupaleiðin liggur niður á göngustíginn og síðan er hlaupið rangsælis við vatnið í austurátt.  Við enda vatnsins er farið upp nýjan Z-stíg sem liggur að malarveginum við Grunnavatn.  Malarvegurinn er beinn og breiður og hann er hlaupinn til enda að svo kölluðum línuvegi. Þar er tekin hægri beygja og stefnan tekin á Vífilsstaðahlíð.  Þá kemur hægri beygja inn á stíg sem liggur ofan á Vífilsstaðahlíðinni og er sá stígur hlaupinn að útsýnispallinum efst í hlíðinni.  Við útsýnispallinn er vinstri beygja á stíg sem liggur aftur út á línuveginn.  Þegar komið er aftur út á línuveginn er hlaupið til hægri og niður alla brekkuna að drykkjarstöð.  Þar fara 28 km hlauparar til vinstri og í átt að Búrfellsgjá og hlaupa uppeftir að trétröppum sem liggja niður á stíginn sem leiðir þá upp í Búrfellsgjá.  Þegar komið er á gígbarminn í gjánni er tekin hægri beygja og farið niður á stíg sem liggur í átt að Helgadal.   Í Helgadal er tekin skörp vinstri beygja á slóða sem liggur uppeftir í átt að Helgafelli.  Þar er komið á drykkjarstöð og nú eru hlauparar komnir á slóðann sem liggur í kringum Helgafell.  Á drykkjarstöðinni fara hlauparar til vinstri og inn í Valaból og hlaupa síðan áfram allan hringinn í kringum Helgafell og koma síðan aftur á sömu drykkjarstöð að því loknu. Þá er farið niður í Helgadal og sama leið hlaupin tilbaka að Vífilsstöðum.

  Fylgist með brautarfundi í beinni útsendingu á Facebook , fimmtudaginn 1. september kl: 18:00 – 18:30.

Umgjörð

Dagskráin fyrir og eftir keppni

Nánar hérna

Reglur

Reglurnar okkar eru fyrst og fremst ætlaðar til að passa upp á öryggi keppenda. Kynntu þér reglurnar.

Nánar hérna

Skilmálar

Mikilvægt að kynna sér skilmálana og hafa á hreinu þannig að allir séu sáttir og í gír. Lestu skilmálana.

Nánar hérna


Spurt & Svarað

 • Hvenær verða mótsgögn afhent?

  FÖSTUDAGUR 2. september 2022
  Kl: 12:00-18:00: Afhending keppnisgagna í H Verslun, Bíldshöfða 9, Reykjavík
  Fylgist með brautarfundi í beinni útsendingu á Facebook , fimmtudaginn 1. september kl: 18:00 – 18:30.

 • Er hægt að breyta nafni og skráningu?

  Hægt er að gera nafnabreytingu á skráningu á meðan rafræn skráning er opin. Ekki er hægt að geyma þátttökugjöld keppna fram á næsta ár.

 • Hvað með Víkingasveitina og hvernig verður maður Járnvíkingur og Íslandsvíkingur?

  VÍKINGASVEITIN
  Með því að keppa í einhverri vegalengd í öllum keppnunum í sumar komast keppendur í VÍKINGASVEITINA.

  ÍSLANDS-VÍKINGUR
  Ætli keppendur sér nafnbótina ÍSLANDS VÍKINGUR þá þurfa keppendur að klára eru 66km í Kia Gullhringnum, 28km í Eldslóðinni, 25km í Hengil Ultra og svo 32km í Landsnet MTB. Keppendur mega fara lengri vegalengdir en ekki styttri til að ná því að verða Íslandsvíkingur.

  JÁRN-VÍKINGUR
  Að komast í hóp JÁRN VÍKINGA verður hinsvegar heldur flóknara verkefni en þá er verkefnið að klára 106km í Kia Gullhringnum, 28km í Eldslóðinni, 50km í Hengil Ultra og svo 64km í Landsnet MTB

 • Hvað um endurgreiðslur?

  Þátttökugjöld fyrir NOW Eldslóðina eru ekki endurgreidd. Ef NOW Eldslóðin fer ekki fram vegna ófyrirsjáanlegra atburða, svo sem náttúruhamfara, veðurs o.s.frv., munu greidd þátttökugjöld í keppnina ekki verða endurgreidd

KIA Gullhringurinn

Nytsamlegt & Nauðsynlegt!

Víkingamóta Verslunin

Vertu flott/ur í Víkingamóta varningi! Við byrjum á því að bjóða upp á gæða boli merktum KIA Gull og Hengil Ultra keppnunum ásamt afar handhægum drykkjarílátum merktum Víkingamótunum. Tilvalið fyrir þau sem vilja eiga minjagrip um góðar stundir í góðum félagsskap og minnast árangursins og keppnisdagsins.

Við prentum í takmörkuðu upplagi fyrir hvert keppnisár og erum ekkert að grínast með fyrsta droppið þar sem við erum með gyllt merki til boða!

Gríptu þitt eintak úr fyrsta upplagi á meðan birgðir endast!

Verslaðu hérna

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2023
Website by: Gasfabrik