Breytingar á dagssetningu KIA Gullhringsins 2022

Stjórn Víkingamótanna hefur tekið þá ákvörðun í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg og aðra hagsmuna aðila að færa KIA Gullhringsins hjólreiðamótið fram um eina viku og verður hún haldin fyrstu helgina í júlí en ekki aðra helgina í júlí eins og síðustu ár.

Ástæðan er fyrst og fremst sú að tónlistarhátíðin Kótelettan breytti sinni dagsetning án samráðs við mótshaldara KIA Gullhringsins og hafa ákveðið að Kótelettan fari fram aðra helgina í júlí framvegis. Stjórn mótanna finnst það vera óþarfa álag á öryggisþætti KIA Gullhringsins og hefur þar af leiðandi ákveðið að færa mótið í ljósi þess.

Allir sem keypt hafa skráningar á mótið í sumar en geta ekki komið og tekið þátt þessa helgi geta fengið skráninguna sína endurgreidda eða færða á önnur mót í mótaröðinni. KIA Gullhringurinn fer þess vegna fram helgina 2-3 júlí

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

29.09.2025

Skráning í Hengil Ultra 2026

22.09.2025

Hlaupaævintýri í brakandi blíðu

12.09.2025

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2025

11.09.2025

Afhending gagna á morgun föstudag

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2025
Website by: Gasfabrik