Landsnet MTB á nýjum heimavelli

Landsnet MTB

Landsnet MTB er fjallahjólamót Víkingamótana sem í fer fram á nýjum heimavelli sem er Hellisheiðin, Hveradalir og hengilssvæðið. Upphaf og endir keppninnar er hinn sögufrægi Skíðaskáli í Hveradölum en þar er fyrsta flokks aðstaða og hann er opinn fyrir þátttakendur, fjölskyldur og áhorfendur á meðan á mótinu stendur.


Mótið er Hring-keppni um stórbrotið landslag Hellisheiðar. Hjólað er um slóða, stíga, árfarveg og línuvegi Landsnets. Heildarvegalengd brautarinnar er 26 kílómetrar, keppnin byrjar í 366 metra hæð og hæsti punkturinn í brautinni er 473 metrar og er samtals hækkun hennar því 262 metrar. Keppt er í þremur flokkum: keppnis-, rafhjóla- og skemmtiflokkur.


Innifalið í skráningu eru veitingar og drykkir fyrir alla keppendur á eftir keppni. Verðlaunaafhending verður úti ef veður leyfir en annars verður hún haldin í veislusal Skíðaskálans. Skipuleggjendur telja sig vera búnir að finna mótinu fyrsta flokks heimavöll við Skíðaskálann og ætla að tjalda öllu til með það að leiðarljósi að byggja upp fjölmennasta fjallahjólamót landsins á næstu 3 árum. 

Allar upplýsingar verður hægt að finna á: 

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

07.06.2025

Víking eftirpartý Hengil Ultra 7. júní

06.06.2025

Dagskrá 2025

23.05.2025

Nafnabreytingar á skráningum

22.05.2025

Tilboð á Hótel Örk og Gróðurhúsinu

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2025
Website by: Gasfabrik