Landsnet MTB viðburður færður vegna veðurs
Vegna yfirvofandi veðurs um helgina hefur mótstjórn Víkingamótanna tekið þá ákvörðun að færa fjallahjólaviðburðinn Landsnet MTB, sem átti að fara fram sunnudaginn 2. september. Viðburðurinn verður færður til sunnudagsins 24. september. Það spáir stormi um helgina og þannig útilokað að undirbúa mótshald og merkja brautina í slíku ofsaveðri. Dagskráin er að öðru leyti óbreytt nema mótið og afhending gagna færist aftur um 3 vikur.