Hengill Ultra skráning í fullum gangi og SHUT TV kemur aftur!

Þátttakendur í Hengill Ultra 2022 í góðum gír

Skráningar í Hengil Ultra keppnina er í fullum gangi. Yfir 300 þátttakendur eru skráðir og koma þeir frá 21 landi. Nýttu þér besta verðið sem er í gildi þangað til 31. mars og skráðu þig núna.

Salomon Hengill Ultra Sjónvarpið – SHUT TV

Salomon Hengill Ultra 2022 útsending með góðum gestum

Allt mótið verður í beinni útsendingu frá föstudagsmorgni fram á miðjan sunnudag. Þannig verður hægt að fylgjast með öllum ræsingum og framgangi hlaupsins hvar sem þið eruð í heiminum. Við prófuðum þetta að hluta til í fyrra og það tókst mjög vel en nú gerum við enn betur með fleiri myndavélar og enn meira upplýsingamagn um framgang keppninnar.
Útsendingin verður meðal annars í beinni á Vísir.is.

SHUT TV er með dagskrá klukkutíma fyrir hverja ræsingu og hefst þannig fyrsta útsending kl 07:00 á föstudagsmorguninn svo verður hlé á dagskrárgerð til 17:00 sama dag og það verður nánast sleitulaus dagskrá allt hlaupið. Hér að ofan má sjá samantektar klippu af hlaupinu frá því í fyrra.

Börkur Brynjarsson með góðgerðarhlaup á laugardaginn (18. mars)

Okkar ástsæli Börkur Brynjarsson stendur fyrir frábærum hlaupa- og góðgerðar viðburði á laugardaginn kemur. Verum með; hlaupum, hvetjum eða hreinlega leggjum inn áheit. Við sem stöndum að Salomon Hengil Ultra verðum með pepp og partýstöð á staðnum og bjóðum upp á kaffi og gos fyrir gesti og gangandi. Skoðaðu viðburðinn hérna.

Hengill Ultra EXPO

Eldressir þátttakendur í Hengill Ultra 2022 í ræsingu

Undirbúningur fyrir HENGIL ULTRA EXPO stendur nú sem hæst. Expoið verður opið frá klukkan 16:00 á föstudeginum 9. júní til klukkan 22:30 og svo aftur frá 06:30 morguninn eftir til klukkan 16:00. Expoið er í íþróttahúsinu í miðbæ Hveragerðis þar sem hjarta keppninnar er og þar verður risaskjár þar sem SHUT TV er í beinni. Þannig verður hægt að fylgjast með öllum ræsingum og framgangi hlaupsins inni á Expo svæðinu. Einnig verða allir brautarfundir og aðal verðlaunaafhendingar þar inni. 

Á uppleið í 26K hlaupinu
Og síðan hittumst við aftur á miðri leið

10km leiðin er fyrir alla!

Vissir þú að Hengill Ultra er með 10 km leið? Þetta er frábær og falleg leið til að hlaupa, skokka og fara á þínum eigin hraða með vinum, fjölskyldu og börnunum. Rakel María Hjaltadóttir hittir hér nokkra hressa Hvergerðinga og rennir í gegnum leiðina. Skoðaðu myndbandið og kynntu þér leiðina.

Tvær sælar eftir frábært 10K hlaup
Hressir piltar eftir að hafa rúllað upp 10K hlaupinu

Salomon Hengill Ultra er að nálgast. Skráning í fullum gangi, skráðu þig núna til þess að tryggja þér besta verðið!

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

01.12.2023

Skráning í Hengil Ultra hefst í dag

23.09.2023

Dagskrá NOW Eldslóðin 2023

30.08.2023

Landsnet MTB viðburður færður vegna veðurs

30.08.2023

NOW Eldslóðin færð vegna veðurs

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik