Takk fyrir frábæra keppni!

Salomon Hengill Ultra fór fram í miðbæ Hveragerðis 3. og 4. júní 2022.  Þetta er ellefta árið sem keppnin fer fram en utanvegahlaup hafa vaxið gríðarlega í vinsældum á síðustu árum. Alls voru 1138 keppendur skráðir til leiks og áttu allir frábæran dag í Hveragerði. 

Ennþá er fjölmenni við mótssvæðið og hlauparar í brautinni. Davíð Rúnar Bjarnason er eini keppandinn í 163 km leiðinni en hann er kominn yfir alla erfiðustu hjalla brautarinnar og virðist ætla að komast í mark fyrir kvöldmat. Hlynur Guðmundsson vann 106 km flokkinn og þegar þetta er skrifað er Sigrún Magnúsdóttir keppandi í 106 km kvennaflokki áætluð í mark á 21 klukkutíma um 19:00 í kvöld. Snorri Björnsson og Anna Berglind Pálmadóttir sigruðu fyrr í dag 53 km keppnina.  

Danska landsliðið í utanvegahlaupum kom sá og sigraði og þau röðuðu sér í öll efstu sætin í 26 km brautinni. Max Boderskov og Stine Baekgaard Olsen sigruðu vegalengdina.  

Skipuleggjendur þakka keppendum þátttökuna og bæjarbúum velvild og gestrisni á frábærum degi í Hveragerði. Salomon Hengill Ultra 2023 fer fram dagana 2. og 3. júní 2023. 

FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR

Friðleifur Friðleifsson Þjálfari utanvega hlaupa landsliðs íslands 892 8650

ALMENN ÚRSLIT eru á www.timataka.net 

Hér eru helstu úrslit

106 km í karlaflokki

Hlynur Guðmundsson 13:05:01 

Felix Starker 13:17:34 

Kjartan Rúnarsson 15:24:21 

53 km í karlaflokki 

1. Snorri Björnsson 04:48:48 

2. Þorsteinn Roy Jóhannsson 04:50:31 

3. Sigurjón Ernir Sturluson 04:52:48 

53 km í kvennaflokki 

1. Anna Berglind Pálmadóttir 05:50:19

2. Hildur Aðalsteinsdóttir 05:55:47

3. Hulda Elma Eysteinsdóttir 06:03:14

26 km í karlaflokki 

1. Max Boderskov 01:37:39 

2. Christian Norfelt  01:40:32 

3. Anders Poul 01:43:59 

26 km í kvennaflokki 

1. Stine Baekgaard Olsen 01:56:34 

2. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir 01:59:09 

3. Kathrine Hojgaard Hansen 02:00:38 

26 km miðnætur-ræsing í kvennaflokki 

1. Sonja Sif Jóhannsdóttir 02:16:27

2. Steinunn Leifsdóttir 02:23:54

3. Eyrún Ösp Eyþórsdóttir 02:29:00

26 km miðnætur-ræsing í karlaflokki 

1. Reynir Jónsson 02:09:14

2. Kristján Friðgeir Kristjánsson 02:22:16

3. Marteinn Urbancic 02:24:54

53 km miðnætur-ræsing í kvennaflokki

1. Rakel María Hjaltadóttir 07:43:52

2. Gunnhildur Ásta Traustadóttir 08:03:55

3.-4. Bára Hlynsdóttir 08:26:25

3.-4. Jónína Gunnarsdóttir 08:26:25

53 km miðnætur-ræsing í karlaflokki

1. Egill Gunnarsson 06:59:12

2. Klemenz Sæmundsson 06:59:52

3. Arnar Sveinn Geirsson 07:15:22

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

23.06.2022

KIA Gull fært til 10. september

10.06.2022

Takk fyrir frábæra keppni!

07.06.2022

Davíð Rúnar kláraði Hengill Ultra 100M

07.06.2022

Sigrún Magnúsdóttir kláraði Hengill Ultra 106 km

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2022
Website by: Gasfabrik