Salomon Hengill Ultra þakkar fráfarandi bæjarstjóra Hveragerðis fyrir samstarfið

Einar Bárðarson og Þórir Erlingsson ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur

Einar Bárðarson og Þórir Erlingsson afhentu Aldísi Hafsteinsdóttur, fráfarandi bæjarstjóra í Hveragerði, þakklætisvott fyrir áralangt samstarf við uppbyggingu Salomon Hengils Ultra. Samstarfið hefur verið einkar ánægjulegt. Við óskum henni velfarnaðar á nýjum vígstöðvum og hlökkum til að vinna með eftirmanni hennar að áframhaldandi uppbyggingu Hengils Ultra og almenningshreyfingar í Hveragerði.

Salomon Hengill Ultra Trail verður nú haldin í ellefta sinn dagana 3. og 4. júní 2022. Á þessari stórbrottnu hlaupaleið  voru yfir 1300 keppendur sem tóku þátt í síðasta hlaupi sem gerir Hengill Ultra að stærsta utanvegar hlaup Íslands.

Eins og í fyrra verður hlaupið í 5km, 10km, 26km, 53km og 106km, einnig bætist þá við 160km braut sem er 100 mílur og verður áfram boðið upp á þá vegalengd. Það er eitthvað fyrir alla, allt frá léttri 5km leið upp í 160km fyrir þau allra hörðustu!

Næsta sumar verður boðið upp á nýjar útgáfur eða flokka í Salomon Hengil Ultra Trail 2022. Í boði verða miðnætur útgáfur af 10 km, 26km og 53 km vegalengdunum. Ræsing í þá flokka verður klukkan 22:00 föstudagskvöldið 3. júní og verða aðeins 100 keppendur í 26 km og 53 km og 200 keppendur í 10 km brautina en sú braut var kynnt ný inn í sumar og sló rækilega í gegn enda mikil ævintýra slóð.

Skráðu þig hérna!

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

01.12.2023

Skráning í Hengil Ultra hefst í dag

23.09.2023

Dagskrá NOW Eldslóðin 2023

30.08.2023

Landsnet MTB viðburður færður vegna veðurs

30.08.2023

NOW Eldslóðin færð vegna veðurs

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik