Allir með – 10 km brautin okkar er fyrir alla!
Fyrir ykkur sem hafið það á tilfinningunni að Salomon Hengill Ultra Trail sé bara fyrir afreks hlaupara þá er það nú svo að 10 km brautin okkar er alveg æðislega skemmtileg. Tiltölulega jöfn en ótrúlega fjölbreytt braut. Skráning í hana er ennþá opin og hægt að hlaupa hana bæði á föstudagskvöld og laugardagsmorgun. Þið sem eruð að fara 26 km og 53 km en viljið hafa vini eða fjölskyldu með í Hveragerði þá er þetta frábær leið til að vera með. https://www.google.com/maps/d/u/0/viewer…
Salomon Hengill Ultra Trail verður nú haldin í ellefta sinn dagana 3. og 4. júní 2022. Á þessari stórbrottnu hlaupaleið voru yfir 1300 keppendur sem tóku þátt í síðasta hlaupi sem gerir Hengill Ultra að stærsta utanvegar hlaup Íslands.
Eins og í fyrra verður hlaupið í 5km, 10km, 26km, 53km og 106km, einnig bætist þá við 160km braut sem er 100 mílur og verður áfram boðið upp á þá vegalengd. Það er eitthvað fyrir alla, allt frá léttri 5km leið upp í 160km fyrir þau allra hörðustu!
Næsta sumar verður boðið upp á nýjar útgáfur eða flokka í Salomon Hengil Ultra Trail 2022. Í boði verða miðnætur útgáfur af 10 km, 26km og 53 km vegalengdunum. Ræsing í þá flokka verður klukkan 22:00 föstudagskvöldið 3. júní og verða aðeins 100 keppendur í 26 km og 53 km og 200 keppendur í 10 km brautina en sú braut var kynnt ný inn í sumar og sló rækilega í gegn enda mikil ævintýra slóð.