Brautarfundi frestað þangað til í Janúar

Hengill Ultra 2021
Hengill Ultra 2021

Árlegur partur af undirbúningi fyrir Salomon Hengil Ultra Trail (SHUT) er brautarfundurinn. Þar eigum við samtal um undirbúning og öryggismál og allt sem snýr að keppninni. Seinna kvöldið snýr að keppendum sem ætla lengri vegalengdirnar. Fundurinn verður nú haldinn 11. janúar 2022.

Um leið verða veittar viðurkenningar fyrir 100km hlaupara 2021 og verðlauna afhending fyrir Víkingasveitina 2021. Við ræðum um ýmislegt sem vert er að kynna sér áður en til leiks er haldið. Mál eins og -til hvers eru brautarfundir og hvers vegna höfum við skyldubúnað? Hvenær er rétt að stöðva hlaup og hvenær ekki. Hver er ábyrgð keppnishaldara og hver er ábyrgð keppanda og hvernig skiljum við á milli.

Meðal þeirra sem flytja erindi eru Rúna Rut Ragnarsdóttir hlaupari. Friðleifur Friðleifsson keppnisráðgjafi SHUT. Brautarstjórar SHUT þeir Bárður Árnason og Þorsteinn Mássson. Þórir Erlingsson Mótsstjóri Víkingamótanna og fleiri. Mjög gagnleg kvöldstund fyrir þá sem ætla að hlaupa lengri vegalengdir ársins 2022.

Frítt inn fyrir alla skráða keppendur í SHUT 2022. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti. Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Smellið hér til þess að skrá áhuga ykkar á Facebook.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

07.06.2024

Dagskrá 2024

28.05.2024

Upplýsingafundur um 10K og 5K í dag

28.05.2024

Snjór í efstu hlaupaleiðum

19.05.2024

Uppselt í 26km

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik