Fræðslukvöld fyrir byrjendur frestað þangað til í Janúar

Hengill Ultra
Hressir keppendur í Hengil Ultra

Við færum fræðslukvöld fyrir byrjendur fram í janúar 2022. Fylgist með hérna og á samfélagsmiðlum upp á áframhaldandi upplýsingar.

SALOMON HENGILL FYRIR BYRJENDUR. HVAÐ ÞARF ÉG AÐ VITA? Ég er að æfa fyrir Salomon Hengil Ultra og ætla að hlaupa 26 km eða 53 km. Hvað þarf ég að vita sem mér er ekki kennt á hlaupanámskeiðum? Kaffi og góðgæti og gæða erindi fyrir alla sem vilja vita hvað býður þeirra í brekkunni.

Til hvers eru brautarfundir, hvað er skyldu-búnaður? Næring og veður og búnaður etc. Hver er ábyrgð mín sem keppanda og hver er ábyrgð skipuleggjenda og hvernig skiljum við á milli.

Meðal þeirra sem flytja erindi eru Rúna Rut Ragnarsdóttir hlaupari. Friðleifur Friðleifsson keppnisráðgjafi SHUT. Brautarstjórar SHUT þeir Bárður Árnason og Þorsteinn Mássson, Þórir Erlingsson Mótsstjóri Víkingamótanna og fleiri.

Mjög gagnleg kvöldstund fyrir þá sem eru að fara að hlaupa 26km eða 53 km í fyrsta sinn næsta sumar. Frítt inn fyrir alla skráða keppendur í SHUT 2022. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti. 

Fræðslukvöld fyrir byrjendur verður haldið 10.janúar 2022. Smelltu hérna til þess að skrá þig á fundinn á Facebook.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

23.09.2023

Dagskrá NOW Eldslóðin 2023

30.08.2023

Landsnet MTB viðburður færður vegna veðurs

30.08.2023

NOW Eldslóðin færð vegna veðurs

26.06.2023

KIA Gullhringurinn á Selfossi um helgina

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2023
Website by: Gasfabrik