Heiðursgestur KIA Gull hjólar 400 KM með höndunum

Arnar Helgi Lárusson, heiðursgestur KIA Gullhringsins 2021, ætlar að hjóla 400 km með höndunum í næstu viku á innan við sólarhring en Arnar er lamaður frá brjósti eftir mótorhjólaslys. Með þessu vill Arnar vekja athygli á mikilvægi hreyfingar fyrir alla og safna í leiðinni fyrir fjórum rafmagns fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða.

Leiðin sem hann hjólar verður frá Höfn á Hornafirði og að Selfossi. Ferðalag Arnars hefst á Höfn á Hornafirði klukkan 16:00 þriðjudaginn 22. júní og hægt verður að fylgjast með ferðinni og styrkja verkefnið hjá SEM og á samfélagsmiðlum Arnars Helga og SEM. Öll eru velkomin að slást í för með Arnari Helga og hjóla lengri eða skemmri hluta leiðarinnar með honum.

Arnar verður heiðursgestur á KIA Gullhringnum á Selfossi þann 10. júlí nk. en það er stærsta hjólreiðakeppni landsins og vilja skipuleggjendur keppninnar vekja athygli á því um leið að keppnin er opin öllum sem vilja hjóla.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

10.12.2022

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Hengill Ultra

09.09.2022

Dagskrá KIA Gullhringsins 10.-11. september 2022

30.08.2022

Uppfærð dagskrá fyrir NOW Eldslóðina 2022

29.08.2022

Sigurvegarar í Landsnet MTB 2022!

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2023
Website by: Gasfabrik