Bein útsending og dagskrá Salomon Hengils Ultra
Þá líður að keppni á morgun. Við erum afar spennt að sjá ykkur öllsömul á morgun, keppendur jafnt sem fylgjendur. Hið frábæra Víkingateymi hefur staðið í ströngu að undirbúa keppnina seinustu vikur og mánuði og dugar ekkert annað þegar við bjóðum velkomna landsins bestu hlaupagarpa.
Fyrir þau sem ekki komast eða vilja hafa puttann á púlsinum á meðan keppni stendur, þá verðum við með beina útsendingu á Facebook frá kl: 13:30 á morgun, föstudag.
Útsendinguna má finna hérna þegar við förum í loftið.
Hér að neðan sjáið þið dagskránna fyrir keppnina. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Hægt er að hlaða myndinni niður hér