Úrslit í kvennaflokkum Landsneti MTB 2020!
Eftir vel heppnaða keppni og frábæran dag erum við komin með úrslit í flokkum kvenna í Landsneti MTB 2020.
44km flokkur
Hún Rúna Rut Ragnarsdóttir kom, sá og sigraði með heljarinnar frammistöðu á tímanum 02:39:58. Til hamingju Rúna Rut.
23km flokkur
Eftir æsispennandi keppni þá var það Anna Cecilia Inghammar sem kom í mark fyrst keppenda á tímanum 01:18:38. Til hamingju með sigurinn Anna Cecilia!
Sigríður Erlendsdóttir kom næst í mark á tímanum 01:26:32 og rétt á eftir brunar Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé í mark á tímanum 01:28:20. Til hamingju allar með frábæran árangur
Önnur sæti má finna hér.
23km rafmagnshjóla flokkur
Fríða Proppé vermdi fyrsta sætið í flokki rafmagnshjóla í þessum nýstárlega flokki. Hún kom inn á tímanum 01:20:12. Til hamingju Fríða!
Heildarúrslit má finna hérna.