Skráningu lýkur á þriðjudagskvöld

KIA Gullhringurinn
KIA Gullhringurinn

Hjólreiðakeppn in KIA Gull hringurinn fer fram á Laugarvatni laugardaginn 31. ágúst en þetta er í áttunda sinn sem keppnin er haldin. Um það bil 500 keppendur eru nú þegar skráðir til leiks og munu þeir hjóla eftir mikið endurbættum vegum uppsveita Árnessýslu. Keppnin verður ræst klukkan 16:00 þetta árið og vert er að vekja at hygli vegfarenda á svæðinu í kring um Laugarvatn og Bláskógarbyggð að frá og með klukkan 16:00 má búast við stutt um umferðatöfum.

Áttunda árið í röð
KIA Gullhringurinn er á örfáum árum orðin eitt umfangsmesta og skemmtilegasta hjólreiðamót landsins en þar keppa jafnt byrjendur sem lengra komnir. Hjólað er frá Laugarvatni, leið sem í daglegu tali er kölluð gullhringurinn þ.e.a.s Gullfoss, Geysir og Þingvellir, og er hjólað um eitthvert fallegasta og gróðursælasta hérað landsins.

Umferðartafir
Vegna keppninar má búast við tímabundnum töfum á umferð í gegnum Laugarvatn á tímabilinu frá 15:30 til 16:30 og aftur frá 18:00 til 20:00. Tímabundin lokun verður í vesturátt frá Biskupstungnabraut að Laugarvatni á tímabilinu 15:45 til 16:30. (Hægt að keyra niður Biskupstungnabraut og upp frá Svínavatni eða um Reykjaheiði) Opið verður fyrir umferð frá Laugarvatni að Biskupstungnabraut. Lokað verður fyrir umferð í báðar áttir frá Svínavatni að Laugarvatni á tímabilinu 18:30 til 19:30 en þá verður hægt að koma að Laugarvatni lengri leiðina yfir Reykjaheiði.

KIA Gullhringurinn er umfangsmesta og ein vinsælasta og skemmtilegasta hjólreiðakeppni landsins. Keppnin er haldin á Laugarvatni ár hvert og hjólað um margar þekktustu náttúruperlur Íslands um leið og hjólað er um þekktustu söguslóðir þjóðarinnar, Skálholt, Bræðratungu svo ekki sé nú minnst á Þingvelli.

Mottó KIA Gullhringsins er “Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir” og er hægt að velja sér vegalengd eftir getu hvers og eins úr þremur mismunandi keppnisstigum. Allt þekktasta hjólreiðafólk landsins hefur hjólað KIA Gullhringinn og það sem skemmtilegra er að nýliðar í sportinu hafa notað KIA Gullhringinn sem fyrstu keppnina sína og þannig formlega innkomu sína í sportið.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik