Dagskrá KIA Gullhringsins kynnt

• Kl. 10.00 – Bílastæðin fyrir keppendur eru opnuð; þau eru fyrir innan sundlaugina og Fontana en þar er stórt og mikið plan og nægt pláss fyrir alla.
• Kl. 10.00-16.00 – Afgreiðsla í Fontana opnar. Hægt er að sækja ósótt gögn og kaupa svokallaðar „last minute“ keppnisflögur fyrir þá sem ákveða að taka þátt á síðustu stundu.
• Kl. 15.45 – BRAUTARFUNDUR á planinu hjá Hótel Eddu Menntaskólanum á Laugarvatni og ræst í hollum þaðan.
• Kl. 16.00 – KIA GULLHRINGURINN 2018 RÆSTUR.
Allir flokkar ræstir saman; nokkrar mínútur á milli ræsingar flokka.

• 18:30 Grillpartý SS og Holta byrjar við vesturenda íþróttahússins
• 21.00 – Verðlaunaafhending í íþróttahúsi Menntaskólans við Laugarvatn
• 22.00 – Mótslit Kia Gullhringsins 2019.
VARÐANDI REGLUR

Í öllum vegalengdum og flokkum Kia Gullhringsins gilda kaflar 3.4 til og með 7.1 í reglum Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ), að öllum köflum þar á milli meðtöldum.

Að auki gilda eftirfarandi reglur til viðbótar eða víkja til hliðar reglum HRÍ:

• A. Allir keppendur verða að hafa rautt STÖÐUGT ljós að aftan (EKKI BLIKK). Búnaður verður kannaður hjá rásmarkinu. Keppendur sem ekki eru með ljósabúnað fá 1 mínútu bætt við niðurstöðu sína sem refsitíma.
• B. Fylgdarbílar eru bannaðir.
• C. Keppnisradíó eru bönnuð.
• D. Bannað er að henda rusli frá sér í keppninni. Broti á þessu verður mætt með tafarlausri brottvísun úr keppni.
Dómarar með UCI-réttindi munu dæma keppnina. Reglur þessar er að finna í heild sinni ásamt ítarefni hér.

ÖRYGGI KEPPENDA

• Læknir er á staðnum sem er starfsmaður mótsins.
• Fullbúinn sjúkraflutningabíll með tveimur sérhæfðum sjúkraflutningamönnum er á Laugarvatni á vegum mótsins ef eitthvað skyldi koma fyrir.
• Lögregla og sjúkraflutningar Árnessýslu eru í viðbragðsstöðu og með viðbúnað á mótsstað og aðstoða við lokanir á umferð.
• Félagar frá Björgunarsveitunum í Uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi gæta brautarinnar og sinna götulokunum með lögreglu.
• Allir keppendur verða að vera á brautarfundinum við Hótel Eddu / ML kl. 15.45.
• Neyðarnúmer mótsins er 112. Ef eitthvað kemur fyrir í brautinni er starfsfólk 112 meðvitað um að keppnin sé í gangi og þekkja hvaða björgunaraðilar eru á vakt á staðnum.
• Hægt er að hringja í mótsstjórn í 618-9000 varðandi öll önnur minniháttar mál.
• Það verður hægt að nálgast keppnisgögn í Fontana á Laugarvatni frá klukkan 10:00 til 16:00 á keppnisdag.
• EINNIG VERÐUR HÆGT AÐ SKRÁ SIG Í KEPPNINA Á SAMA TÍMA Í FONTANA OG ER KEPPNISGJALD Á MÓTSDAG 14.900 KR.
NOKKRIR PUNKTAR

• Bronshringurinn er EKKI götuhjólafær en það sleppur ef maður er slunginn hjólari.
• Allir fá fjóra tíma til að klára sína braut og tímatöku lýkur kl. 21.00.
• Verðlaunaafhending hefst kl. 21.00 á Meistaravöllum. Við endum svo á hinum annáluðu glæsilegu útdráttarverðlaunum okkar!
AÐRIR SKILMÁLAR

• Keppendur eru á eigin ábyrgð í keppninni.
• Hjól eru ekki tryggð á vegum keppninnar. Hver þáttakandi sér um sínar eigin tryggingar.
• Hjálpumst að við að halda náttúru landsins okkar hreinni og fallegri. Óheimilt er með öllu að kasta frá sér rusli á leiðinni, þ.m.t. drykkjarílátum, umbúðum utan af orkugeli eða orkubitum. Glerílát eru bönnuð. Brot á umgengnisreglum varða brottvísun úr keppni.
• Gullhringurinn áskilur sér rétt til að nota myndir og myndbandsbúta af þátttakendum í markaðsefni keppninnar.
ALMENNAR UPPLÝSINGAR

• Salerni fyrir keppendur er í sundhöllinni í íþróttamiðstöðinni.
• Allir fá gjafabréf á heimsókn í Fontana en það er takmarkað pláss þar, þannig að þeir sem ekki nýta gjafabréfið á keppnisdegi hafa 12 mánuði til þess.
• Fínt er að taka með hlý föt til að henda yfir sig um kvöldið á verðlaunaafhendingunni – við mælum með Cintamani :)
SAMFÉLAGSMIÐLAR

• Kia Gullhringurinn er á Instagram! https://instagram.com/gullhringurinn/og myllumerki keppninnar er #kiagull. Það verður bullandi stuð á Instagram og við biðjum ykkur endilega að merkja með merkingunni okkar #kiagull.
• Kia Gullhringurinn er á www.kiagullhringurinn.is/ og https://facebook.com/gullhringurinn/.
TJALDSVÆÐIÐ

Tjaldsvæðið Laugarvatni er opið og þangað eru allir velkomnir. Síminn hjá umsjónarfólkinu til að taka frá stæði og annað er 615-5848. Þá er einnig hægt að nota netfangið: smidsholt@gmail.com

HÓTELGISTING

Hótelin eru með aðstöðu til að geyma hjólin í læstum skúr en engin ábyrgð er tekin á þeim. Fínt er að geta fengið sér vel af grillinu og einn, tvo kalda og leggja sig svo bara á Laugarvatni og njóta náttúrunnar og taka jafnvel aðra umferð í Fontana morguninn eftir. Skoðaðu framboðið hjá Hótel Edda. Þá er einstaka sinnum laust herbergi á hinum rómaða Héraðsskóla, sem er blanda af hóteli og svefnpokagistingu sem vel er þess virði að skoða betur. Fyrir þá sem ná að panta þar segjum við bara „vel gert“, það er toppurinn.

VEITINGAR

Við mælum með Lindinni, sem hefur stutt við bakið á keppninni okkar frá því að við byrjuðum að halda hana sumarið 2012.

GÓÐ RÁÐ FYRIR ALLA SEM OG KEPPENDUR

Hjólreiðakeppnismenningin hefur breyst hratt á síðustu árum og nú hjóla saman mun stærri og öflugri hópar hjólreiðafólks í keppnum en hér á árum áður. Margir byrjendur koma inn í sportið af mikilli líkamlegri getu og eiga jafnvel auðvelt með að vera í fremstu röð en það segir ekkert til um það hvort þeir hinir sömu kunni að vera í hóp fremstu hjólreiðamanna. Þar er margt að varast og aðstæður geta breyst mjög hratt.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

01.12.2023

Skráning í Hengil Ultra hefst í dag

23.09.2023

Dagskrá NOW Eldslóðin 2023

30.08.2023

Landsnet MTB viðburður færður vegna veðurs

30.08.2023

NOW Eldslóðin færð vegna veðurs

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik