Danska landsliðið keppir í Hengil Ultra

Salomon Hengill Ultra Trail - Danskir hlauparar
Salomon Hengill Ultra Trail – Danska landsliðið

Utanvegahlaupið Salomon Hengill Ultra Trail fer fram um Hvítasunnuhelgina í Hvergerði en hlaupið hefur síðustu ár verið stærsta utanvegahlaup landins. Mótið er hluti af Víkingamótunum en í fyrra skráðu sig 1375 þátttakendur til leiks og þegar þetta er skrifað eru um það bil 1000 keppendur komnir á blað keppninnar í ár.

Erlendir gestir eru byrjaðir að skrá til leiks aftur en síðustu tvö ár voru skráðir keppendur nær eingöngu íslendingar en fram til ársins 2019 voru keppendur um það bil fimmtungur keppenda. Í ár bregður til tíðinda því danska landsliðið í utanvega hlaupum hefur skráð sig til leiks og hingað koma því sterkustu utanvega hlauparar Danmerkur.

Heimsókn danska landsliðsins er hluti af undirbúningi þeirra fyrir Evrópumótið í utanvegahlaupum sem fer fram á La Palma á Canary í byrjun júlí. Það er 47KM hlaup með 2500m hækkun. Þetta danska lið er valið með það verkefni í huga og því munu þau hlaupa 26km hlaupið í Hengill Ultra en ekki lengri vegalengdir, jafnframt nota Hengilssvæðið til æfinga. Max Boderskov einn liðsmanna Danska liðsins er íslendingum að góðu kunnu en hann vann Hvítasunnuhlaup Hauka sumarið 2019

Þetta eru því ”fljótustu” dönsku utanvegahlaupararnir sem hægt var að velja og þau eru mjög spennt fyrir komunni í Hengil Ultra. Friðleifur Friðleifsson umsjónarmaður Íslenska landsliðsins og tæknilegur ráðgjafi Salomon Hengils Ultra hafði milligöngu um komu liðsins til Íslands. „Ég hef verið í góðu sambandi við Sören í nokkur ár enda við að vinna að sama verkefninu með utanvegalandslið þjóðanna. Svo vildi svo skemmtilega til að við vorum báðir í sama maraþoninu í Hannover í vor þar sem þessa hugmynd komst á skrið” segir Friðleifur um tilurð heimsóknarinnar.

„Mér sýnist dönsku hlaupararnir fá verðuga keppni í 26km hlaupinu , Andrea Kolbeinsdóttir, Íris Anna Skúladóttir og Þórólfur Ingi Þórsson landsliðsfólk Íslands eru öll skráð í 26km hlaupið. Þá eru Anna Berglind Pálmadóttir, Sigurjón Ernir Sturluson og Þorsteinn Roy Jóhannesson landsliðsfólk að keppa í 53km hlaupinu. En þau eru öll að starta undirbúningi fyrir Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fer fram í Tælandi í Nóvember.” bætir hann við.

LANDSLIÐSFÓLK DANA ERU:

KVENNALIÐIÐ:

Stine Bækgaard Olsen

• Danish Champion, short trail 2018 & 2021

Begitte Hansen

• Danish Champion, long trail 2022

• Danish Record holder 50 km road – 3:29.38

Amalie Hauge Bengtsson

• Silver medal Danish Championship, short trail 2021

• Winner Costa Brava Stage Run 2021 (second in 2022)

Kathrine Højgaard Hansen

• Bronze medal Danish Championship, short trail 2022

KARLALIÐIÐ

Christian Nørfelt, male

• Danish Champion, long trail 2018 & 2022

Anders Poul, male

• Silver medal Danish Championship, long trail 2022

Jesper Meins, male

• Danish Champion, long trail 2021

Max Boderskov, male

• Winner hvítasunnuhlaup Hauka (Pentacoast Trail Race) 2019

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

01.12.2023

Skráning í Hengil Ultra hefst í dag

23.09.2023

Dagskrá NOW Eldslóðin 2023

30.08.2023

Landsnet MTB viðburður færður vegna veðurs

30.08.2023

NOW Eldslóðin færð vegna veðurs

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik