KIA Gullhringurinn í Árborg í sumar

Vinsælasta hjólreiðakeppni landsins Kia Gullhringurinn fagnar tíu ára afmæli á þessu ári. Keppnin hefur á síðustu árum verið leiðandi í keppnishaldi á Íslandi og hana hafa sótt heimsfrægir keppendur um leið og hún hefur verið vettvangur sem nýliðar í íþróttinni haf verið velkomnir. Í ár, á þessu afmælis ári, verður öllu tjaldað til og í fyrsta sinn í sögu keppninnar verða gerðar breytingar á staðsetningu keppninnar og keppnisbrautum. 

Í sumar verður keppnin ræst í miðbæ Selfoss en keppnisbrautirnar munu liggja um láglendið í kring og keppendur munu þræða sig um Árborgarsvæðið með viðkomu á Stokkseyri og Eyrarbakka. Með þessum breytingum verður hægt að bjóða upp á keppnisbraut fyrir krakka og fjölskylduvæna skemmtibraut sem skipuleggjendur hafa ekki geta boðið upp á áður. Um leið eru þrjár brautir í boði fyrir þá sem vilja fara lengri vegalengdir og keppa við sig og aðra. 

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

07.06.2025

Víking eftirpartý Hengil Ultra 7. júní

06.06.2025

Dagskrá 2025

23.05.2025

Nafnabreytingar á skráningum

22.05.2025

Tilboð á Hótel Örk og Gróðurhúsinu

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2025
Website by: Gasfabrik