Gvöð hvað við erum gömul!

Á meðan við látum okkur hlakka til hjólasumarsins og allra keppnanna og svo að klára þetta á glæsilegum KIA Gullhring í lok ágúst þá eru hérna myndir úr fyrstu keppninni 1. september 2012. Hér eru nokkrar goðsagnir og allavega fjórir fyrrum sigurvegarar – sjáðu hvort þú þekkir þá 

Kíktu á galleríið á Facebook hér

KIA Gullhringurinn
KIA Gullhringurinn

KIA Gullhringurinn er umfangsmesta og ein vinsælasta og skemmtilegasta hjólreiðakeppni landsins. Keppnin er haldin á Laugarvatni ár hvert og hjólað um margar þekktustu náttúruperlur Íslands um leið og hjólað er um þekktustu söguslóðir þjóðarinnar, Skálholt, Bræðratungu svo ekki sé nú minnst á Þingvelli.

Mottó KIA Gullhringsins er “Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir” og er hægt að velja sér vegalengd eftir getu hvers og eins úr þremur mismunandi keppnisstigum. Allt þekktasta hjólreiðafólk landsins hefur hjólað KIA Gullhringinn og það sem skemmtilegra er að nýliðar í sportinu hafa notað KIA Gullhringinn sem fyrstu keppnina sína og þannig formlega innkomu sína í sportið.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

12.09.2025

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2025

11.09.2025

Afhending gagna á morgun föstudag

09.09.2025

Aðeins laust í 5k – uppselt í 29k og 10k

08.09.2025

Landsliðið undirbýr HM í Garmin Eldslóðinni

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2025
Website by: Gasfabrik