And we’re off!

Fjallahjólakeppnin Landsnet MTB var ræst í úrhellis rigningu við Vífilstaðavatn rétt í þessu en um það bil fimmtíu keppendur er skráðir til leiks.

Hjólað var frá Vífilstöðum í átt að Hafnarfirði og þar inn á Heiðmerkurveg í austur og að bílastæðinu við Búrfellsgjá. Það fer keppnin um einstíg inn á hjólreiðabrautina Ullurinn og snúið á henni til baka í vestur tilbaka að um línuvegi Landsnets yfir Heiðmerkurheiðina og niður á malbikið þar um Heiðmerkurveg sem leið liggur aftur í mark.

A flokkur fer tvo hringi og B flokkur einn og þá var einnig boðið upp á rafmangshjóla flokk í fyrsta sinn í hjólreiðakeppni. Lokað verður inn á Elliðavatnsveginn fyrir neðan Vífilstaða á meðan á keppnunum stendur sem er yfir miðjan daginn. Þannig er leiðin á milli Garðabæjar og Kópavogs opin en ekki er hægt að fara frá Garðbæ til Hafnarfjarðar eftir Elliðavatnsveginum.

Keppnin er með starfsleyfi frá Sveitarfélaginu Garðbæ. Þá er keppnin með haldin með leyfi Skógræktar Reykjavíkur, Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, Umhverfisstofnunar og með lokunarheimildir frá Vegagerðinni. Unnið er eftir leiðbeiningum og leiðsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Share this article:

Latest news

30.09.2025

Secure Your Travel Package Now

29.09.2025

Registration for Hengill Ultra 2026

22.09.2025

Garmin Eldslóðin 2025 – Trail Conquered!

12.09.2025

Garmin Eldslóðin Event Details 

Get in touch

© The Viking Tournaments 2020 - 2025
Website by: Gasfabrik