KIA Gull Keppnisupplýsingar

Hvenær er keppnin

Keppnin verður haldin 11. júlí 2020.

Keppnin var stofnuð árið 2012 og hefur verið haldin um sumar ár hvert síðan og safnast keppendur saman á Laugarvatni yfir daginn og eiga skemmtilegan dag. Ræsing keppninnar er kl 17:00 í samráði við Vegagerðina og Lögreglu. Kl 16:45 hjóla keppendur að Menntaskólanum á Laugarvatni þar sem haldinn er brautarfundur þar sem farið er yfir stöðu brautar og hvað ber að hafa í huga og hugsanlega varast. Í framhaldi af því eru keppendur í öllum stigunum ræstir með stuttu millibili frá kl 16:00.

Dagskráin

 • Kl. 10.00 – Bílastæðin fyrir keppendur eru opnuð; þau eru fyrir innan sundlaugina og Fontana en þar er stórt og mikið plan og nægt pláss fyrir alla.
 • Kl. 10.00-16.00 – Afgreiðsla í Fontana opnar. Hægt er að sækja ósótt gögn og kaupa svokallaðar „last minute“ keppnisflögur fyrir þá sem ákveða að taka þátt á síðustu stundu.
 • Kl. 17.00 – BRAUTARFUNDUR á planinu hjá Hótel Eddu Menntaskólanum á Laugarvatni og ræst í hollum þaðan.
 • Kl. 17.30 – KIA GULLHRINGURINN 2020 RÆSTUR.
 • Allir flokkar ræstir saman; nokkrar mínútur á milli ræsingar flokka. 
 • 19:30 Grillpartý SS og Holta byrjar við vesturenda íþróttahússins
 • 21.00 – Verðlaunaafhending í íþróttahúsi Menntaskólans við Laugarvatn
 • 22.00 – Mótslit Kia Gullhringsins 2020

Þú verður færð/ur yfir á skráningarsíðu okkar hjá samstarfsaðila okkar, Netskráning sem sér um skráningu og greiðslutöku fyrir keppnina.

Meira er bara hjólakeppni

Þegar keppendur koma í mark er öllum keppendum boðið í grillveislu og í Fontana laugarnar á meðan að húsrúm leyfir. Þeir sem ekki komast að í Fontana eiga inni gjafabréfið sitt og geta nýtt það í allt að eitt ár frá keppni.

Tugir brautarvinninga og bætt heilsa tryggja síðan öllum verðlaun með einum eða öðrum hætti.

Gisting, veitingar og svæðið í kring

Keppninni er stýrt frá Laugarvatnt, þar eru fyrsta flokks tjaldstæði, farfuglaheimili, hótel og hostel. Náttúrulindin á Fontana tekur vel á móti öllum og veitingastaðir allt pylsunum í Samkaupversluninni að fimm stjörnu veitingahúsum eins og Lindinni.

Hótelin eru með aðstöðu til að geyma hjólin í læstum skúr en engin ábyrgð er tekin á þeim. Fínt er að geta fengið sér vel af grillinu og einn, tvo kalda og leggja sig svo bara á Laugarvatni og njóta náttúrunnar og taka jafnvel aðra umferð í Fontana morguninn eftir. Skoðaðu framboðið hjá Hótel Edda. Þá er einstaka sinnum laust herbergi á hinum rómaða Héraðsskóla, sem er blanda af hóteli og svefnpokagistingu sem vel er þess virði að skoða betur. Fyrir þá sem ná að panta þar segjum við bara „vel gert“, það er toppurinn.  Tjaldsvæðið Laugarvatni er opið og þangað eru allir velkomnir. Síminn hjá umsjónarfólkinu til að taka frá stæði og annað er 615-5848. Þá er einnig hægt að nota netfangið: smidsholt@gmail.com.

Við mælum með Lindinni upp á veitingar, sem hefur stutt við bakið á keppninni okkar frá því að við byrjuðum að halda hana sumarið 2012.

Öryggi í hávegum haft

Mótstjórnin er á Laugarvatni og gríðarleg áhersla er lögð á öryggi keppenda. Á mótsvæðinu er læknir með búnað til minni aðgerða og á mótsvæðinu er einnig fullbúinn sjúkraflutningabíll og fjöldi björgunarsveitarmanna. Eftir alvarlegt slys í keppninni sumarið 2017 hefur þessi viðbúnaður verið aukin enn meira. Frá og með keppninni 2018 verða í fyrsta sinn lokanir og lögreglu með stærstu hópum keppninnar.

Hjólreiðakeppnismenningin hefur breyst hratt á síðustu árum og nú hjóla saman mun stærri og öflugri hópar hjólreiðafólks í keppnum en hér á árum áður. Margir byrjendur koma inn í sportið af mikilli líkamlegri getu og eiga jafnvel auðvelt með að vera í fremstu röð en það segir ekkert til um það hvort þeir hinir sömu kunni að vera í hóp fremstu hjólreiðamanna. Þar er margt að varast og aðstæður geta breyst mjög hratt.

Kynntu þér reglurnar og öryggis punkta rækilega áður en þú skráir þig og komdu með og eigðu frábæran dag með stórum hópi hjólaáhugafólks jafnt sem og pro hjólreiðafólks. Við hlökkum til að sjá þig!

Skráningargjald

 • Skráningargjald til miðnættis 31. desember: 8.900,- kr 
 • Skráningargjald til miðnættis 5. apríl: 10.900,- kr 
 • Skráningargjald: 12.900,- kr 
 • Skráningu lýkur á miðnætti: 9. júlí 2020
 • Á keppnisdag milli 13:00 og 15:00 er hægt að skrá* sig til leiks fyrir
  14.900 – þá getum við ekki tryggt að keppnisbolur fáist eða aðrar keppnisgjafir fylgi – en frítt í Fontana fylgir

Þú verður færð/ur yfir á skráningarsíðu okkar hjá samstarfsaðila okkar, Netskráning sem sér um skráningu og greiðslutöku fyrir keppnina.

#kiagull

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

15.04.2021

Skráningu lýkur í öllum vegalengdum í Salomon Hengil Ultra á sunnudaginn!

18.03.2021

Ný braut í smíðum og áframhaldandi samstarf við Garmin

18.03.2021

Öflug keppni í bígerð með öflugum samstarfsaðilum

18.03.2021

Öflugt samstarf heldur áfram!

Sponsor Salomon
Sponsor Garmin
Sponsor 66 North
Sponsor Tag Heuer - Michelsen
Sponsor Specialized - Krían Ísland

Sponsor Powerade
Sponsor Coca Cola
Sponsor Víking Brugghús
Sponsor SS
Sponsor Snickers
Sponsor Holtakjúklingur
Sponsor Buff
Sponsor Snickers Workwear
Sponsor Now

Sponsor Íslenska Gámafélagið
Sponsor Samskip
Sponsor Byko
Sponsor Bílaleiga Akureyrar - Europcar
Sponsor Exton

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2021
Website by: Gasfabrik